Sigurbjörn Eiríksson [annað] (1925-97)

Sigurbjörn Eiríksson var umsvifamikill athafnamaður og áberandi í skemmtanalífi Íslendinga um árabil en hann rak nokkra af vinsælustu skemmtistöðum landsins um áratuga skeið. Sigurbjörn var fæddur (1925) og uppalinn á Fáskrúðsfirði en fluttist á höfuðborgarsvæðið og þar hóf hann að láta að sér kveða í kringum 1960 þegar hann tók við rekstri Vetrargarðsins í Tívolíinu…

Vetrargarðurinn í Tívolí [tónlistartengdur staður] (1946-63)

Veitinga- og skemmtistaðurinn Vetrargarðurinn var með allra vinsælustu dansstöðum sem starfræktur hefur verið í Reykjavík en hann var um leið umdeildur vegna orðspors sem af honum fór. Vetrargarðurinn var hluti af Tívolíinu í Vatnsmýrinni sem einnig naut mikilla vinsælda um tíma, Upphafið má rekja aftur til stríðsloka en árið 1945 stofnuðu nokkrir menn hlutafélag utan…

Glaumbær [tónlistartengdur staður] (1961-71)

Glaumbær er einn fárra skemmtistaða á Íslandi sem hefur fengið á sig allt að goðsagnakenndan blæ, þangað sóttu þúsundir gesta í hverri viku til að skemmta sér við undirleik vinsælustu hljómsveita samtímans þar til staðurinn varð eldi að bráð í árslok 1971. Húsið sem hét Herðubreið frá upphafi var byggt við Fríkirkjuveg (í sumum tilfellum…