Sveitó [1] (1966-69)

Bítlahljómsveitin Sveitó var starfrækt á Blönduósi síðari hluta sjöunda áratugar liðinnar aldar og lék þá nokkuð á dansleikjum í heimasveitinni. Sveitó var stofnuð haustið 1966 og lét að sér kveða fljótlega á Blönduósi, lék þá t.a.m. á dansleikjum tengdum Húnavöku en einnig almennum dansleikjum. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Baldur Valgeirsson söngvari, Gunnar Sigurðsson trommuleikari (sem…

Ósmenn (1967-72)

Hljómsveitin Ósmenn starfaði á Blönduósi um 1970, þetta var ballsveit sem lék einkum í Húnaþingi og var m.a. fastur gestur á Húnavöku, en fór stundum út fyrir heimabyggðina og lék t.a.m. í einhver skipti um verslunarmannahelgar í Vaglaskógi. Ósmenn voru stofnaðir vorið 1967 og störfuðu þá fyrst aðeins yfir sumarið en fóru þá í pásu.…

On earth (1998)

On earth var eins konar raftónlistarverkefni þeirra Marteins Bjarnars Þórðarsonar og Sigurðar Baldurssonar, sem gáfu út plötuna Magical dust árið 1998. Í blaðaviðtali vildu þeir ekki kalla sig hljómsveit heldur hljóðsmiðju eða hljóðiðnað, en á plötunni blönduðu þeir saman nýaldarraftónlist og fiðlu en til þess fengu þeir Dan Cassidy fiðluleikara til liðs við sig. On earth…

Duo [1] (1985)

Dúettinn Duo úr Reykjavík starfaði 1985 og keppti þá í Músíktilraunum Tónabæjar. Duo komst í úrslit en Sigurður Baldursson saxófónleikari og Ásgeir Bragason söngvari og hljómborðsleikari skipuðu sveitina.