Gautar (1955-97)

Hljómsveitina Gauta frá Siglufirði má með réttu telja með langlífustu hljómsveitum Íslandssögunnar en sveitin starfaði á sínum tíma í rúmlega fjóra áratugi og enn lengur ef talinn er með sá tími sem forsprakkar sveitarinnar, bræðurnir Guðmundur Óli og Þórhallur Þorlákssynir störfuðu sem Gautlandsbræður en nafni sveitar þeirra var breytt í Gauta árið 1955 og er…

Tríó Hrafns Pálssonar (1956 / 1960-61)

Hrafn Pálsson var að minnsta kosti tvívegis með tríó á sínum snærum, annars vegar um miðjan sjötta áratug síðustu aldar (1956) á Akureyri en það skipuðu auk hans Árni Scheving harmonikkuleikari og Sigurður Jóhannsson [?], sjálfur lék Hrafn á píanó. Hrafn starfrækti einnig tríó á höfuðborgarsvæðinu veturinn 1960-61 og þá voru þeir Magnús Pétursson píanóleikari…

Hljómsveit Ingimars Eydal (1953-93)

Hljómsveit Ingimars Eydal er þekktasta hljómsveit Akureyrar fyrr og síðar og skapaði sér mikla sérstöðu á ballmarkaðnum þegar frægðarsól hennar skein hvað hæst á sjöunda og áttunda áratug 20. aldarinnar. Sérstaðan fólst einkum í því að elta ekki tískustrauma bítla og hippa heldur að fara eigin leiðir með blandað prógramm sem fólkið vildi en Ingimar…