C.TV (1983-84)

Keflvíska sveitin C.TV (einnig ritað CTV) starfaði 1983 og eitthvað fram á 1984, og var eins konar afsprengi hljómsveitarinnar Box sem hafði þá starfað um tveggja ára skeið og sent frá sér tvær plötur. Einhverjar mannabreytingar höfðu orðið á sveitinni við nafnaskiptin en meðlimir C.TV voru Sigurður Sævarsson söngvari, Baldur Þórir Guðmundsson trommu-, hljómborðs- og…

Víkingar [2] (1994)

Söngsveitin Víkingar hefur starfað í Garði um áratuga skeið og skemmt Suðurnesjabúum með söng. Víkingar, sem reyndar er karlakór mun hafa verið stofnaður í árslok 1994 en hugmyndin að stofnun hans má rekja til útilegu sem nokkrir söngmenn úr Garðinum höfðu verið í fyrir norðan fyrr sama ár, þar sem söngur og gleði hafði ríkt.…

Box [1] (1981-82)

Keflvíska hljómsveitin Box starfaði í um tvö ár og sendi á þeim tíma frá sér tvær plötur, heimatökin voru hæg því einn meðlima sveitarinnar var Baldur Þórir Guðmundsson sem hafði greiðan aðgang að hljóðveri Geimsteins sem var í eigu föður hans, Rúnars Júlíussonar. Fjölskyldufyrirtækið Geimsteinn gaf plöturnar tvær út en reyndar var aðeins fyrri platan…

Qtzjí qtzjí qtzjí (1983-85)

Hljómsveit úr Keflavík, starfandi 1983-85, kallaði sig þessu einkennilega nafni. Einhverjir meðlimanna höfðu verið í Vébandinu sem hætti störfum litlu fyrr. Qtzjí qtzjí qtzjí (gæti reyndar hafa heitað Qtzjí qtzjí) var skráð til leik í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1985 en mætti ekki til leiks. Meðlimir sveitarinnar voru í upphafi Eðvarð F. Vilhjálmsson trommuleikari, Einar Falur…