C.TV (1983-84)

Keflvíska sveitin C.TV (einnig ritað CTV) starfaði 1983 og eitthvað fram á 1984, og var eins konar afsprengi hljómsveitarinnar Box sem hafði þá starfað um tveggja ára skeið og sent frá sér tvær plötur.

Einhverjar mannabreytingar höfðu orðið á sveitinni við nafnaskiptin en meðlimir C.TV voru Sigurður Sævarsson söngvari, Baldur Þórir Guðmundsson trommu-, hljómborðs- og gítarleikari, Jóhann S. Sævarsson bassaleikari og Baldur J. Baldursson hljómborðsleikari.

C.TV sendi frá sér átta laga plötu fyrir jólin 1983 sen bar titilinn Casablanca, hún innihélt eins konar nýrómantíska tónlist og var gefin út af Geimsteini. Af einhverjum ástæðum fékk skífan litla athygli og Rás 2 sem þá var nýlega farin í loftið sýndi henni engan áhuga, Casablanca hlaut þó þokkalega dóma í Tímanum og ágæta í Morgunblaðinu.

Sveitin mun hafa hætt störfum fljótlega á nýju ári, 1984.

Efni á plötum