Harrý og Heimir (1988-)

Spæjaratvíeykið Harrý og Heimir hafa frá því undir lok níunda áratugar síðustu aldar sprottið upp á yfirborðið með reglulegum hætti, fyrst sem útvarpsleikrit en síðan á plötum, leiksviði og jafnvel kvikmynd. Þeir Harrý Rögnvalds (Karl Ágúst Úlfsson) og Heimir Schnitzel (Sigurður Sigurjónsson) birtust fyrst ásamt sögumanni sínum (Erni Árnasyni) í tuttugu og fimm mínútna löngum…

Spaugstofan (1985-)

Grínhópinn Spaugstofuna þekkja flestir Íslendingar enda hafa þeir skemmt landsmönnum með einum eða öðrum hætti í gegnum miðla eins og sjónvarp, útvarp og Internetið ásamt því að hafa sett leiksýningar og skemmtidagskrár á svið og gefið út plötur. Upphaf Spaugstofunnar má rekja til sumarsins 1985 þegar Karl Ágúst Úlfsson og Sigurður Sigurjónsson voru fengnir til…

Sigurður Sigurjónsson (1955-)

Allir þekkja nafn leikarans Sigurðar Sigurjónssonar en hann er meðal ástsælustu leikara Íslandssögunnar og hefur leikið á sviði leikhúsanna, í kvikmyndum og síðast en ekki síst í sjónvarpi og útvarpi þar sem hann var meðal Spaugstofumanna sem nutu mikilla vinsælda. Sigurður er fæddur í Hafnarfirði 1955 og lauk námi í leiklist við Leiklistarskóla Íslands 1976.…

Capó (1995)

Hljómsveitin Capó starfaði í Dalabyggð vor og sumar 1995, í nokkra mánuði að minnsta kosti. Meðlimir sveitarinnar voru þau Herdís Gunnarsdóttir söngkona, Sigurður Rögnvaldsson [?], Sigurður Sigurjónsson [?], Jói [?] Baldursson [?] og Ingvar Grétarsson [?], yngsti meðlimur sveitarinnar mun hafa verið fjórtán ára gamall en ekki liggur fyrir hver það var. Capó lék á…

Úllen dúllen doff (1978-83)

Úllen dúllen doff var hópur ungra grínleikara sem slógu í gegn með samnefndum útvarpsþáttum, gáfu síðan út plötu og fluttu að endingu grínefni sitt á sviði víða um land. Hópurinn vann fyrst að nokkrum útvarpsþáttum, um klukkustundar löngum, sem fluttir voru í útvarpssal fyrir hópi áhorfenda, veturinn 1978-79. Fyrsti þátturinn var sendur út í nóvember…

Karlakórinn Þrymur [2] (1933-75)

Karlakórinn Þrymur á Húsavík (hinn síðari) starfaði mun lengur en sá fyrri eða í liðlega hálfa öld. Stefán Guðjohnsen sem hafði haft veg og vanda af fyrri Þrymi kom að stofnun seinni kórsins haustið 1933 en sr. Friðrik A. Friðriksson, sem var þá nýkominn til Íslands úr Vesturheimi, og fleiri aðilar komu einnig að stofnun…