Hljómsveit Stefáns Þorleifssonar (1949-60)

Tónlistarmaðurinn Stefán Þorleifsson starfrækti hljómsveitir um árabil um og eftir miðja síðustu öld en sú sem lengst starfaði lék nokkuð samfleytt á árinum 1949 til 1960. Sveit Stefáns var allþekkt en lék aldrei inn á hljómplötur meðan hún starfaði. Stefán hafði árið 1947 starfrækt hljómsveit sem gekk undir nafninu Swingtríó Stefáns Þorleifssonar og er fjallað…

Hljómsveit Sigurðar Þ. Guðmundssonar (1963-64)

Hljómsveit Sigurðar Þ. Guðmundssonar lék um eins árs skeið í Þjóðleikhúskjallaranum árið 1963 og 64. Sveitin hóf að leika í Leikhúskjallaranum um haustið 1963 og var í fyrstu kölluð Tríó Sigurðar Þ. Guðmundssonar en hlaut svo hljómsveitar-titilinn. Meðlimir sveitarinnar voru þau Sigurður Þ. Guðmundsson píanóleikari, Axel Kristjánsson og Reynir Sigurðsson sem líklega hafa skipt með…

Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar (1961 / 1965-92)

Saga hinnar einu sönnu Hljómsveitar Ragnars Bjarnasonar er tvíþætt, annars vegar lék sveitin um árabil á Hótel Sögu við miklar vinsældir – reyndar svo miklar að þegar ný hljómsveit tók við henni var sú sveit nánast púuð niður af tryggum og prúðbúnum miðaldra dansleikjagestum, hins vegar lék sveitin yfir sumartímann ásamt fleiri skemmtikröftum undir nafninu…

Hljómsveit Péturs Jónssonar (1951)

Hljómsveit Péturs Jónssonar mun hafa starfað á Akranesi en sveitin kom til Reykjavíkur og lék á djasstónleikum ásamt fleiri sveitum sumarið 1951. Meðlimir sveitarinnar voru þar Pétur Jónsson hljómsveitarstjóri og tenór saxófónleikari, Ásgeir Sigurðsson klarinettu- og saxófónleikari, Jón Sveinsson trompetleikari, Haraldur Jósefsson trommuleikari og Sigurður Þ. Guðmundsson píanóleikari, auk þess léku þeir Karl Lilliendahl gítarleikari…

Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar (1974-2004)

Tónlistarmaðurinn Birgir Gunnlaugsson starfrækti hljómsveit/ir líklega nokkuð samfleytt í um þrjá áratugi eða allt frá árinu 1974 og fram á þessa öld, jafnframt hefur hljómsveitin komið við sögu á nokkrum plötum en tvær þeirra voru gefnar út í nafni sveitarinnar. Birgir Gunnlaugsson stofnaði sína fyrstu hljómsveit af því er virðist árið 1974 og voru meðlimir…

Tríó Eyþórs Þorlákssonar (1953-62)

Eyþór Þorláksson starfrækti tríó í eigin nafni á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar en þó með hléum þar sem hann m.a. starfaði og nam gítarfræði á þeim tíma á Spáni. Tríóið kemur fyrst við sögu sumarið 1953 og var þá líklega sett saman fyrir tónleika sem breska söngkonan Honey Brown hélt hérlendis, svipaður viðburður…

RSD tríóið (1950)

RSD tríóið er klárlega ekki þekktasta tríóið sem Ragnar Bjarnason söngvari starfaði með en það var með fyrstu eiginlegu hljómsveitum sem hann starfaði með, en varð reyndar ekki langlíft. Vorið 1950 stofnaði Ragnar tríóið, sem auk hans skipuðu Sigurður Þ. Guðmundsson (Siggi kanslari) sem lék á harmonikku og Andrés Ingólfsson klarinettuleikari. Sjálfur lék Ragnar á trommur…

Hljómsveit Svavars Gests (1949-65)

Hljómsveit Svavars Gests var ein af vinsælustu danshljómsveitum Íslands á sjötta og sjöunda áratug 20. aldar, sveitin keppti um þá nafnbót einkum við KK sextettinn en Svavar hafði reyndar verið í þeirri sveit nokkru áður. Sveitin var stofnuð haustið 1949 til að spila í Þórskaffi. Hana skipuðu þá Svavar sjálfur er lék á trommur, Árni…