Hún andar (1992-95)

Hljómsveitin Hún andar var töluvert þekkt stærð í neðanjarðarsenunni á tíunda áratug síðustu aldar en sveitin kom frá Akureyri, lék stöku sinnum sunnan heiða en mest á heimaslóðum fyrir norðan. Hún andar var stofnuð snemma sumars 1992 og var skipuð þremur meðlimum hljómsveitarinnar Lost sem hafði starfað á Akureyri fáeinum árum fyrr, það voru þeir…

Hrafnar [2] (1990-91)

Rokksveitin Hrafnar starfaði á Akureyri um eins árs skeið í byrjun níunda áratugarins en um var að ræða tríó ungra tónlistarmanna sem tóku virkan þátt í þeirri grósku sem þá var í gangi í norðlensku rokki. Meðlimir Hrafna voru þeir Hans Wium bassaleikari, Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson trommuleikari (Rögnvaldur gáfaði) og Sigurjón Baldvinsson söngvari og gítarleikari.…

Moly pasta (1985)

Hljómsveit sem bar nafnið Moly pasta var starfrækt á Akureyri árið 1985, hugsanlega lengur en þá var sveitin meðal þeirra sem kepptu í hljómsveitakeppni í Atlavík um verslunarmannahelgina. Meðlimir sveitarinnar voru Jóhann Ásmundsson [?], Kristinn Valgeir Einarsson [trommuleikari?] og Sigurjón Baldvinsson [gítarleikari?] en ekki liggja fyrir upplýsingar um fleiri meðlimi hennar. Óskað er eftir frekari…

Joð-ex (1983)

Hljómsveitin Joð-ex (JX) frá Akureyri var að öllum líkindum eins konar afsprengi pönkbylgjunnar sem þá hafði gengið yfir landið. Meðlimir sveitarinnar voru Kristinn Valgeir Einarsson trommuleikari, Sigurjón Baldvinsson söngvari og gítarleikari, Rögnvaldur Rögnvaldsson gítarleikari og Steinþór Stefánsson bassaleikari. Sveitin átti eitt lag á safnplötunni SATT 3 en hún kom út 1984, þá var Joð-ex áreiðanlega…

Jerkomaniacs (1999)

Einu upplýsingar sem liggja fyrir um hljómsveitina Jerkomaniacs er að hún spilaði pönk og var starfandi vorið 1999. Meðlimir sveitarinnar komu út hljómsveitunum Bootlegs og Stunu, og voru líklega þeir Álfur Mánason, Númi Björnsson og Sigurjón Baldvinsson (og e.t.v. fleiri). Sveitin starfaði í stuttan tíma.

Akureyrar-útlagarnir (1985-86)

Akureyrar-útlagarnir var eins og nafnið gefur til kynna, akureysk sveit og lét til sín taka um nokkurra mánaða skeið norðanlands veturinn 1985-86. Meðlimir sveitarinnar voru Kristján Pétur Sigurðsson söngvari og gítarleikari (Kamarorghestar o.fl.), Steinþór Stefánsson bassaleikari (Q4U o.fl.) Sigurjón Baldvinsson gítarleikari, Jóhann Ásmundsson söngvari og klarinettuleikari, Kristinn V. Einarsson trommuleikari og Ólafur Þór Kristjánsson orgelleikari.…

Hóstaflex (1986)

Akureyski dúettinn Hóstaflex var samstarf þeirra Sigurjóns Baldvinssonar og Jóhanns Ásmundssonar 1986. Hóstaflex kom líklega aðeins einu sinni fram opinberlega en félagarnir voru áberandi í akureysku tónlistarlífi á þessum tíma og voru t.d. í hljómsveitinni Lost og fjölmörgum öðrum sveitum.