Stuðbandalagið (1994-2008)

Stuðbandalagið var danshljómsveit sem lék á dansleikjum um land allt við ágætan orðstír á árunum í kringum síðustu aldamót. Stuðbandalagið var stofnað í Borgarnesi árið 1994 og gerði alltaf út þaðan, það voru þeir Guðjón Guðmundsson gítarleikari og Indriði Jósafatsson hljómborðsleikari sem stofnuðu sveitina og með þeim voru í upphafi þeir Ásgeir Hólm saxófónleikari, Bragi…

Túrbó (1985-94)

Hljómsveitin Túrbó frá Borgarnesi starfaði í nokkur ár með hléum og náði að koma út einni snældu á starfstíð sinni. Túrbó var iðulega kennd við Borgarnes enda var hún stofnuð þar í grunnskólanum haustið 1985. Í sveitinni voru upphaflega þeir Einar Þór Jóhannsson bassleikari, Ólafur Páll Pálsson gítarleikari og Sigurþór Kristjánsson trommuleikari. Fljótlega skiptu þeir…

Three amigos [2] (1996-2001)

Hljómsveitin Three amigos frá Borgarnesi (einnig nefnd Tres amigos) fór víða um land árið 1996 og lék þá á bæjarpöbbum og öðrum samkomuhúsum. Svo virðist sem sveitin hafi síðan legið í salti til ársins 2001 þegar hún birtist lítillega aftur. Meðlimir sveitarinnar voru Sigurþór Kristjánsson trommuleikari, Hafsteinn Þórisson gítarleikari og Símon Ólafsson bassaleikari. Allir sungu…

Seðlar (1982-88)

Litlar heimildir er að finna um ballhljómsveitina Seðla frá Borgarnesi en hún starfaði um árabil þar í bæ. Staðfest er að Seðlar voru starfandi á árunum 1982-90, hugsanlega með hléum, en mögulega var hún starfandi mun lengur. 1990 voru í sveitinni Vignir Sigurþórsson söngvari og gítarleikari, Sigurþór Kristjánsson trommuleikari, Pétur Sverrisson söngvari og bassaleikari og…

Savage (1985)

Hljómsveitin Savage var skammlíf unglingasveit sem starfaði í Borgarnesi haustið 1985. Meðlimir Savage voru Sigurþór Kristjánsson trommuleikari, Einar Þór Jóhannesson bassaleikari, Sveinbjörn Indriðason hljómborðsleikari og Ólafur Páll Pálsson gítarleikari. Sveitin var líklega söngvaralaus. Ekki er að finna neinar frekari upplýsingar um hina borgfirsku Savage.

Pez [3] (1997)

Hljómsveit að nafni Pez var starfandi 1997, að öllum líkindum í Borgarnesi en sveitin spilaði nokkuð á þeim slóðum. Meðlimir Pez voru Símon Ólafsson söngvari og bassaleikari, Sigurþór Kristjánsson trommuleikari, Hafsteinn Þórisson gítarleikari og Pétur Sverrisson söngvari og gítarleikari. Einhverjir Pez-liða höfðu verið í hljómsveitinni Túrbó sem starfaði lengi í Borganesi.