Stuðbandalagið (1994-2008)
Stuðbandalagið var danshljómsveit sem lék á dansleikjum um land allt við ágætan orðstír á árunum í kringum síðustu aldamót. Stuðbandalagið var stofnað í Borgarnesi árið 1994 og gerði alltaf út þaðan, það voru þeir Guðjón Guðmundsson gítarleikari og Indriði Jósafatsson hljómborðsleikari sem stofnuðu sveitina og með þeim voru í upphafi þeir Ásgeir Hólm saxófónleikari, Bragi…




