Sjálfstæðishúsið við Austurvöll [tónlistartengdur staður] (1946-63)

Veitinga- og skemmtistaðurinn Sjálfstæðishúsið við Austurvöll er vafalaust einn þekktasti staður sinnar tegundar í íslenskri tónlistar- og menningarsögu en þar fóru fjölmennir dansleikir fram um og upp úr miðri síðustu öld. Síðar var þar skemmtistaðurinn Sigtún og enn síðar Nasa. Húsið sjálft á sér langa sögu, það var upphaflega byggt árið 1878 af Helga Helgasyni…

Bláa stjarnan [annað] (1948-52)

Bláa stjarnan var yfirskrift revíu- og kabarettshóps sem starfaði á árunum 1948 til 52 og naut mikilla vinsælda. Þeir félagar, Haraldur Á. Sigurðsson, Alfreð Andrésson, Indriði Waage og Emil Thoroddsen höfðu starfrækt um tíma revíuhópinn Fjalarköttinn og má segja að Bláa stjarnan hafi hálfvegis tekið við af þeim hópi. Tómas Guðmundsson skáld kom í stað…

Hljómsveit Aage Lorange (1931-61)

Hljómsveit Aage Lorange er án efa ein lífseigasta hljómsveit íslenskrar tónlistarsögu, a.m.k. hvað óslitna spilamennsku varðar en hún starfaði samfleytt við vinsældir í um þrjátíu ár, á þeim árum léku hljómsveitir sem þessar flest kvöld vikunnar. Sveitin var stofnuð af Aage Lorange (1907-2000) árið 1931 til að leika í Iðnó en upphaflegir meðlimir voru auk…