Helmut (1984-85)

Veturinn 1984-85 (á að giska) var starfrækt hljómsveit hugsanlega í Kópavogi sem bar heitið Helmut. Meðlimir þessarar sveitar voru þeir Ari Einarsson gítarleikari, Skarphéðinn Þór Hjartarson hljómborðsleikari, Sigurður Halldórsson bassaleikari og Birgir Baldursson trommuleikari. Sveitin gæti hafa starfað innan Menntaskólans í Kópavogi en hún lék m.a. í hæfileikakeppni sem haldin var á skemmtistaðnum Safari um…

Sönghópurinn Emil og Anna Sigga (1985-99)

Á síðasta hluta tuttugustu aldarinnar var starfræktur sönghópur – misstór og með hléum, sem skemmti með fjölbreytilegum söng allt frá Bítlunum til Bach, undir nafninu Sönghópurinn Emil og Anna Sigga. Haustið 1985 var sönghópurinn stofnaður sem kvartett og voru upphaflegir meðlimir hans þeir Bergsteinn Björgúlfsson tenór, Snorri Wium tenór, Sigurður Halldórsson kontratenór og Ingólfur Helgason…

MK kvartettinn (1981-)

MK kvartettinn var afsprengi líflegs tónlistarlífs í Menntaskólanum í Kópavogi en hann starfaði um nokkurra ára skeið á níunda áratug síðustu aldar, kvartettinn var síðan endurvakinn á tíunda áratugnum og aftur á nýrri öld svo varla er hægt að segja að han hafi hætti starfsemi. MK kvartettinn var stofnaður árið 1981 (önnur heimild segir 1982)…

Karnival (1991-95)

Hljómsveitin Karnival starfaði á fyrri hluta tíunda áratugar liðinnar aldar. Sveitin spilaði einkum á skemmtistöðum höfuðborgarsvæðisins, á árshátíðum og þess konar skemmtunum. Meðlimir Karnivals voru í upphafi Eyjólfur Gunnlaugsson bassaleikari, Jökull Úlfsson trommuleikari, Jens Einarsson söngvari og gítarleikari, Guðný Snorradóttir söngkona og Skarphéðinn Hjartarson hljómborðsleikari og söngvari. Sigurður Dagbjartsson gítarleikari kom inn í stað Jens…

BG og Ingibjörg (1955-95)

Þegar talað er um hljómsveitina BG og Ingibjörgu frá Ísafirði er eiginlega um að ræða nokkrar sveitir, allar þó undir stjórn Baldurs Geirmundssonar, starfandi um fjörutíu ára skeið. Upphafið má rekja til tríósins BKB sem ku hafa verið fyrsta hljómsveitin sem Baldur starfrækti. Það var nokkru fyrir 1960, líklega um miðjan sjötta áratuginn. Upphaflegu meðlimir…