Skytturnar [1] (1989-)

Hljómsveitin Skytturnar var stofnuð vorið 1989 upp úr annarri sveit, Hinu liðinu en markmiðið var eingöngu að leika á dansleikjum og skemmta fólki. Skytturnar skipuðu þeir Oddur Sigurbjörnsson trommuleikari, Jósep Sigurðsson hljómborðsleikari, Birgir Bragason bassaleikari, Jón Guðmundsson gítarleikari og Þórður Bogason söngvari, einnig kom söngvarinn Eiríkur Hauksson lítillega við sögu sveitarinnar og einnig gæti Sigurður…

Skytturnar [2] (1992)

Vorið 1992 var hljómsveit sem bar nafnið Skytturnar keppandi í tónlistarkeppninni Viðarstauk í Menntaskólanum á Akureyri en sú keppni hefur verið haldin um árabil innan skólans. Hér er reiknað með að sveitin hafi verið stofnuð fyrir þessa einu uppákomu en óskað er eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan hennar.

Skytturnar [3] (1994-95)

Upplýsingar um hljómsveit sem bar nafnið Skytturnar og var starfandi um miðjan tíunda áratug síðustu aldar eru fremur litlar og slitróttar en sveitin virðist hafa verið misstór, haft mismunandi tónlistarstefnur á efnisskránni og verið skipuð mismunandi meðlimum eftir atvikum. Samt sem áður virðist um sömu sveit að ræða. Þannig er sveitin sögð vera kántrísveit í…

Skytturnar [4] (1998-2005 / 2011-13)

Akureyska hiphopsveitin Skytturnar vakti töluverða athygli í kringum síðustu aldamót þegar rappvorið sem svo mætti kalla stóð sem hæst, sveitin var þó hálfgert eyland í tónlistarflóru þeirra Akureyringa og naut mun meiri velgengni sunnan heiða en norðan. Segja má að sveitin hafi verið stofnuð 1998 en þá höfðu meðlimir hennar starfað undir nafninu Definite skillz…