Straumar [1] (1964-67)

Hljómsveitin Straumar var upphaflega skólahljómsveit í Samvinnuskólanum á Bifröst í Borgarfirði veturinn 1964-65 en hlaut líklega ekki nafn sitt fyrr en að meðlimir hennar höfðu lokið námi en hún starfaði þá áfram. Sveitin lék á dansleikjum í Borgarfirði og nágrenni næsta árið eða svo eftir það, og m.a. á héraðsmótum. Margt er óljóst varðandi Strauma…

Sónar [1] (1964-66)

Bítlasveitin Sónar starfaði á Akranesi um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar og naut töluverðra vinsælda meðal unglinga á Skaganum. Sónar voru að öllum líkindum stofnaðir haustið 1964 og gæti hafa verið gítarsveit í upphafi, þ.e. leikið tónlist í anda The Shadows. Sveitin starfaði að minnsta kosti fram til 1966 og lék mestmegnis á dansleikjum í…

Skuggar [4] (1962-65)

Á árunum 1962-65 að minnsta kosti, var hljómsveit starfandi á Akranesi undir nafninu Skuggar en hún var skipuð ungum tónlistarmönnum úr gagnfræðaskólanum í bænum. Sveitin sótti nafn sitt til bresku sveitarinnar The Shadows eins og svo margar á þessum tíma og var því líklega um gítarsveit að ræða, meðal meðlima hennar voru Karl J. Sighvatsson…

Kjarnar (1965-)

Hljómsveitanafnið Kjarnar kemur nokkuð víða við í fjölmiðlum á síðari hluta tuttugustu aldarinnar. Ekki er ljóst út frá heimildum hvort um eina eða fleiri hljómsveitir er að ræða og hér er því haldið opnu. Vitað er um bítlasveit frá Akranesi sem starfandi var haustið 1965 en meðlimir þeirrar sveitar voru á gagnfræðiskóla aldri, þeir voru…