Hress (1994)

Fyrri hluta ársins 1994 starfaði hljómsveit sem bar nafnið Hress en um var að ræða hliðarsveit Sniglabandsins, þ.e. Sniglabandið án Skúla Gautasonar. Meðlimir þessarar sveitar voru því Björgvin Ploder, Einar Rúnarsson, Pálmi J. Sigurhjartarson og Friðþjófur Sigurðsson, sá síðast taldi var um þessar mundir að hætta í Sniglabandinu og munu einhverjir hafa leyst hann af…

Sniglabandið (1985-)

Saga hljómsveitarinnar Sniglabandsins er æði löng og spannar þegar þetta er ritað, hátt í fjörutíu ára nokkuð samfellda sögu þar sem léttleiki og gleði hafa löngum verið einkenni sveitarinnar en jafnframt hefur hún tekist á við alvarlegri verkefni inn á milli. Á þessum tíma hafa komið út á efnislegu formi á annan tug breiðskífna og…

Júdó & Stefán [1] (1993)

Júdó & Stefán var dúett (eða hljómsveit) sem var angi af Sniglabandinu, og kom fram með þeirri sveit haustið 1993. Ekki liggur fyrir hverjir skipuðu þessa sveit en um einhvers konar grínhljómsveit eða -atriði var líklega um að ræða af hálfu Sniglabandsins.

Sjarmör (1993-94)

Veturinn 1993-94 starfaði sveiflutríóið Sjarmör en sú sveit var angi af Sniglabandinu sem þá naut töluverðra vinsælda. Sjarmör-tríóið var skipuð þeim Þorgils Björgvinssyni gítar- og bassaleikara, Pálma J. Sigurhjartarsyni píanó- og bassaleikara og Einari Rúnarssyni harmonikku- og bassaleikara, þeir félagar sáu allir um að syngja.

Blóðmör [2] (1993)

Dauða- og kántrýdúettinn Blóðmör starfaði innan Sniglabandsins og kom fram í nokkur skipti samhliða þeirri sveit árið 1993 að minnsta kosti. Meðlimir dúettsins voru þeir Þorgils Björgvinsson og Einar Rúnarsson. Á Sniglabandsplötunni RÚVtops (2006) er að finna þrjú lög í flutningi Blóðmörs.

Bifhjólasamtök lýðveldisins [félagsskapur] (1984-)

Bifhjólasamtök lýðveldisins eða bara Sniglarnir tengjast óbeint íslenskri tónlistarsögu með einum og öðrum þætti, m.a. með útgáfu tveggja platna. Samtökin voru stofnuð vorið 1984 og urðu strax öflugur málsvari mótorhjólafólks, ört fjölgaði í hópnum og þegar haldið var upp á ársafmælið voru meðlimir um hundrað talsins, ári síðar hafði fjöldinn tvöfaldast og þegar þetta er…

Tíu öðruvísi jólaplötur

Heimili flestra hafa að geyma einhverjar jólaplötur, þær eru sjálfsagt flestar einhvers konar safnplötur enda kemur ógrynni slíka platna út á hverju ári, aðrar eru sykursætar og hátíðlegar jólaplötur einstaklinga og kóra, og á allan hátt hefðbundnar. Hér er hins vegar litið til öðruvísi og óvenjulegra jólaplatna, platna sem sjást alla jafna ekki í plötuhillum…