Afmælisbörn 21. mars 2025

Á þessum degi eru afmælisbörnin fimm á skrá Glatkistunnar: Bergsveinn Arilíusson söngvari fagnar fimmtíu og tveggja ára afmæli í dag, hann var áberandi á árunum fyrir og um aldamótin og söng lengst af með hljómsveitinni Sóldögg en einnig með Pöpum. Áður hafði hann vakið athygli með Ðí Kommittments og Acid juice, og 1993 kom út…

Hljómsveit Steinþórs Steingrímssonar (1949-50)

Hljómsveit Steinþórs Steingrímssonar píanóleikara (einnig stundum nefnd Sextett Steinþórs Steingrímssonar) starfaði í nokkra mánuði veturinn 1949-50 og lék þá líklega eingöngu í Mjólkurstöðinni við Laugaveg, mannabreytingar settu svip á sveitina þann skamma tíma sem hún starfaði. Sveitin var stofnuð um haustið 1949 og kom fyrst fram á dansleikjum í Mjólkurstöðinni í október, meðlimir hennar í…

Hljómsveit Jóns Sigurðssonar [1] (1947-49 / 1961 / 1964)

Jón Sigurðsson trompetleikari eins og hann var yfirleitt nefndur (til aðgreiningar frá Jóni Sigurðssyni í bankanum og Jóni Sigurðssyni bassaleikara) var frá Akureyri og þar starfaði hann með og starfrækti hljómsveitir á yngri árum. Hann var tvítugur þegar hann stofnaði hljómsveit í eigin nafni sem lék mestmegnis á Hótel Norðurlandi en einnig á skemmtunum og…

Hljómsveit Guðmundar Vilbergssonar (1951 / 1953)

Guðmundur Vilbergsson virðist hafa starfrækt hljómsveit – eina eða tvær, laust eftir 1950. Sú fyrri lék á djasstónleikum árið 1951 og var einnig kölluð Combo Guðmundar Vilbergssonar, hún var skipuð þeim Guðmundi sem lék á trompet, Magnúsi Randrup saxófónleikara, Steinþóri Steingrímssyni píanóleikara, Halli Símonarsyni bassaleikara og Sveini Jóhannssyni trommuleikara en þessi sveit virðist einungis hafa…

Hljómsveit Gunnars Ormslev (1950-71)

Gunnar Ormslev saxófónleikari starfrækti nokkrar hljómsveitir í eigin nafni frá sjötta og fram á áttunda áratug síðustu aldar en þekktust þeirra sveita var án nokkurs vafa sú sem fór til Sovétríkjanna á heimsmót æskunnar og vakti þar mikla athygli en Haukur Morthens var þá söngvari sveitarinnar. Gunnar hafði starfrækt hljómsveit (GO kvintett) á síðari hluta…

Hljómsveit Guðmundar R. Einarssonar (1952-54)

Trommuleikarinn Guðmundur R. Einarsson starfrækti hljómsveit eða öllu heldur hljómsveitir því hugsanlega var um að ræða þrjár hljómsveitir á þremur árum á sjötta áratug síðustu aldar. Haustið 1952 lék hljómsveit sem kennd var við Guðmund, með Marie Bryant söngkonu og Mike McKenzie píanóleikara (og söngvara) á tónleikum í Austurbæjarbíói en auk Guðmundar skipuðu Eyþór Þorláksson…

Hljómsveit Björns R. Einarssonar (1945-64)

Hljómsveit Björns R. Einarssonar á sér langa og merkilega sögu, varla er hægt að tala um hana sem eina hljómsveit þar sem mannabreytingar voru miklar í henni alla tíð auk þess sem fjöldi meðlima var mjög misjafn, allt frá því að vera kvartett og upp í þrettán manns. Töluvert er til varðveitt af upptökum með…

Crazy rhythm kvartettinn (1946-47)

Hljómsveitin Crazy rhythm kvartettinn starfaði veturinn 1946-47 og innihélt kunna tónlistarmenn. Það voru þeir Skapti Ólafsson trommuleikari, Eyþór Þorláksson bassaleikari, Ólafur Gaukur Þórhallsson gítarleikari og Steinþór Steingrímsson píanóleikari, Haukur Morthens var söngvari sveitarinnar. Gunnar Jónsson trommuleikari kom einnig við sögu sveitarinnar. Kvartettinn lék nokkuð víða þennan vetur en oftast í Iðnskólanum hver svo sem skýringin…

GO kvintett (1946-48)

GO kvintett vakti mikla athygli á sínum tíma en hún var meðal fyrstu djasssveita hér á landi og jafnframt sú fyrsta sem kennd var við sveiflutónlist. Sveitin var stofnuð í Hafnarfirði upp úr hljómsveitinni Ungum piltum árið 1946, í nafni Gunnars Ormslev en hann var þá á unglingsaldri, nýfluttur heim til Íslands frá Danmörku þar…

Tríó Steinþórs Steingrímssonar (1953 / 1971-72 / 1983)

Steinþór Steingrímsson píanóleikari var þrívegis með tríó á sinni könnu, þau voru ýmist kölluð Tríó Steinþórs Steingrímssonar eða Tríó Steina Steingríms. Vorið 1953 lék tríó undir hans stjórn með breska trompetleikaranum Leslie Hutchinson sem hélt hér tónleika en auk Steinþórs voru Guðmundur Steingrímsson trommuleikari og Pétur Urbancic bassaleikari í tríóinu. Steinþór mun einnig hafa starfrækt…

Hljómsveit Svavars Gests (1949-65)

Hljómsveit Svavars Gests var ein af vinsælustu danshljómsveitum Íslands á sjötta og sjöunda áratug 20. aldar, sveitin keppti um þá nafnbót einkum við KK sextettinn en Svavar hafði reyndar verið í þeirri sveit nokkru áður. Sveitin var stofnuð haustið 1949 til að spila í Þórskaffi. Hana skipuðu þá Svavar sjálfur er lék á trommur, Árni…