Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar (1961 / 1965-92)

Saga hinnar einu sönnu Hljómsveitar Ragnars Bjarnasonar er tvíþætt, annars vegar lék sveitin um árabil á Hótel Sögu við miklar vinsældir – reyndar svo miklar að þegar ný hljómsveit tók við henni var sú sveit nánast púuð niður af tryggum og prúðbúnum miðaldra dansleikjagestum, hins vegar lék sveitin yfir sumartímann ásamt fleiri skemmtikröftum undir nafninu…

Sumargleðin [1] (1972-86)

Sumargleðin var ómissandi þáttur í sveitaballamenningu áttunda og níunda áratugarins og beinlínis nauðsynlegur sumargestur skemmtanaþyrstra landsbyggðarmanna þar sem hópurinn troðfyllti hvert félagsheimilið á fætur öðru sumar eftir sumar. Þegar best lét skemmti Sumargleðin allt að þrjátíu og fimm til fjörutíu sinnum á tæplega tveggja mánaða sumartúrum sínum í júlí og ágúst, og munaði ekki um…

Ómar Ragnarsson (1940-)

Það er óhætt að segja að Ómari (Þorfinni) Ragnarssyni verði ekki gerð skil í stuttu máli, svo víða kemur hann við í íslensku dægur- og menningarlífi. Ómar er kunnur fréttamaður, umhverfisverndarsinni, þáttagerðamaður, laga- og textahöfundur, rallökumaður, tónlistarmaður, flugmaður og sprellari svo nokkur dæmi séu hér nefnd en óneitanlega rís tónlistarferill hans hæst í þessari umfjöllun…

Ragnar Bjarnason (1934-2020)

Ragnar Baldur Bjarnason (f. 1934) er einn ástsælasti dægurlagasöngvari íslenskrar tónlistarsögu. Hann var sonur Bjarna Böðvarssonar og hlaut tónlistina beint í æð en Bjarni rak eigin hljómsveit um árabil. Móðir Ragnars, Lára Magnúsdóttir var ennfremur dægurlagasöngkona, líklega ein sú allra fyrsta hér á landi. Tónlistarferill Ragnars hófst reyndar á því að hann lék á trommur…