Búgímenn (1994)

Blúsrokksveitin Búgímenn (Boogiemen) starfaði um skamman tíma síðsumars 1994 og kom þá fram í nokkur skipti á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins. Sveitina skipuðu þeir Gunnar Eiríksson söngvari og munnharpa, Einar Valur Einarsson bassaleikari, Svanur Karlsson trommuleikari og Jóhannes Snorrason gítarleikari.

Blues express (1993-2003)

Blússveitin Blues express starfaði í um áratug og var áberandi í blússenunni, höfuðvígi sveitarinnar var Blúsbarinn en sveitin lék þó miklu víðar bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Blues expreess átti rætur sínar að rekja til Akureyrar og var líklega stofnuð þar þótt þeir félagar gerðu síðar út frá höfuðborgarsvæðinu. Meðlimir sveitarinnar voru í upphafi…

Trinity [1] (1980-86)

Hljómsveitin Trinity frá Selfossi starfaði á níunda áratug síðustu aldar en hún var skipuð ungum tónlistarmönnum. Sveitin var stofnuð haustið 1980 og þá voru meðlimir hennar líklega allt niður í tíu ára gamlir, þeir félagar áttu svo eftir að leika á skólaböllum um nokkurra ára skeið og starfaði sveitin að líkindum til ársins 1986. Meðlimir…