Sýróp [1] (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum  um hljómsveit sem mun hafa borið nafnið Sýróp en heimildir um þessa sveit eru afar takmarkaðar. Svo virðist sem Guðmundur Jónsson gítarleikari (Sálin hans Jóns míns o.m.fl.) hafi verið einn meðlima Sýróps en aðrar upplýsingar er ekki að finna um sveitina, hvorki hvenær hún starfaði, hversu lengi eða hverjir aðrir skipuðu…

Sýróp [2] (um 1999?)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem hét Sýróp og innihélt gítarleikarann Grétu Sigurjónsdóttur (Dúkkulísurnar o.fl.). Þessi sveit var hugsanlega starfandi á síðari hluta tíunda áratugarins, að öllum líkindum undir lok aldarinnar. Hér er beðið um upplýsingar um meðlimi Sýróps, hljóðfæraskipan og annað sem við hæfir þykir í umfjöllun um sveitina.

Sýróp [3] (2002)

Hljómsveit var starfrækt undir nafninu Sýróp árið 2002 en það ár var hljómsveitin með lag á safnplötunni Afsakið hlé. Meðlimir Sýróps voru þeir Guðmundur Kristinn Jónsson gítarleikari, Ólafur Freyr Númason söngvari, Bragi Valdimar Skúlason gítarleikari, Einar Sigurðsson bassaleikari og Jón Geir Jóhannsson trommuleikari. Ekki liggur fyrir hversu lengi þessi sveit starfaði og óskað er eftir…

Síróp (1993)

Hljómsveitin Síróp (Sýróp) starfaði á höfuðborgarsvæðinu í skamman tíma haustið 1993 en sveitin hafði áður gengið undir nafninu Svívirðing og m.a. keppt undir því nafni í Músíktilraunum um vorið. Meðlimir Síróps voru þeir Róbert Ólafsson söngvari og gítarleikari, Arnar Þór Guttormsson gítarleikari, Jón Tryggvi Jónsson bassaleikari og Guðbjartur Árnason trommuleikari. Sveitin lék rokktónlist.