Hljómsveitakeppni Lífs og fjörs [tónlistarviðburður] (1985-91)

Tíu sveitarfélög á Vestfjörðum héldu í nokkur skipti á níunda og tíunda áratug liðinnar aldar utan um æskulýðs- og íþróttahátíðir í landsfjórðungnum þar sem lögð var áhersla á heilbrigða skemmtun ungs fólks með blöndu íþrótta og afþreyingar, m.a. dansleikjum en í raun voru þetta fjölskylduhátíðir. Þessar hátíðir sem gengu undir nafninu Líf og fjör voru…

SSP (1992-93)

Upplýsingar óskast um hljómsveit frá Tálknafirði (og líklega einnig Patreksfirði) sem starfaði á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar undir nafninu SSP (S.S.P.), að minnsta kosti á árunum 1992 og 93. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit en þegar hún átti lag á safnplötunni Lagasafnið 1: Frumafl, sem kom út árið 1992 var…

Skólakór Tálknafjarðar [1] (1979-80)

Skólakór var starfræktur líklega einn vetur (1979-80) við grunnskólann á Tálknafirði (Tálknafjarðarskóla), reyndar er ekki alveg ljós undir hvaða nafni skólinn starfaði á þeim tíma. Það mun hafa verið Sigurður G. Daníelsson sem stjórnaði kórnum þennan vetur (og hugsanlega lengur) en hann var þá tónlistarkennari og organisti á Tálknafirði og hafði verið það frá haustinu…

Skólakór Tálknafjarðar [2] (1999-2002)

Skólakór starfaði í grunnskólanum á Tálknafirði um síðustu aldamót en upplýsingar um þann kór eru afar takmarkaðar. Fyrir liggur að kórinn starfað 1999 og 2002 en ekki er víst að það starf hafi verið samfellt milli þessara ártala, þá vantar allar upplýsingar um stjórnanda/stjórnendur kórsins en svokölluð „yngri deild“ var starfrækt innan hans árið 2002…

Box [3] (1991-92)

Svo virðist sem hljómsveit hafi starfað á sunnanverðum Vestfjörðum 1991 og 1992 undir nafninu Box, að öllum líkindum á Tálknafirði. Fyrir liggur að Ragnar Jónsson var meðlimur sveitarinnar, líklega hljómborðsleikari, en aðrar upplýsingar er ekki að finna um hana.

Nota bene (1988)

Hljómsveit var starfandi undir þessu nafni 1988 en hún var frá Ólafsvík og Tálknafirði. Nota bene keppti í Músíktilraunum Tónabæjar og útvarpsstöðvarinnar Bylgjunnar vorið 1988 og voru meðlimir hennar þá Gunnar Bergmann Traustason trommuleikari, Ágúst Leósson gítarleikari, Bergur H. Birgisson bassaleikari og Guðjón Jónsson söngvari. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um þessa hljómsveit en hún…