Hljómkórinn [1] (1980)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Hljómkórinn svokallaða sem var blandaður kór ungmenna á Þingeyri en þessi kór söng á tónleikum sem heyrðu undir tónlistarhátíðina Syngjandi páskar sem haldnir voru í þorpinu vorið 1980. Hér er óskað eftir upplýsingum um stærð kórsins, hvers konar tónlist hann söng og jafnframt upplýsingum um kórstjórnanda og starfstíma.

Hamóna (1980-84)

Hljómsveitin Hamóna var ballhljómsveit starfrækt á Þingeyri, sveitin starfaði um nokkurra ára skeið – allavega á árunum 1980 til 84 og hugsanlega lengur. Upplýsingar um hljómsveitina eru af skornum skammti, árið 1984 voru Birkir Guðmundsson söngvari og hljómborðsleikari og Guðjón Ingi Sigurðsson gítarleikari [?] meðal meðlima hennar en alls voru þá fimm í sveitinni. Óskað…

Syngjandi páskar [2] [tónlistarviðburður] (1980-86)

Ekki liggja fyrir miklar upplýsingar um tónlistarviðburð sem Dýrfirðingar héldu um árabil í kringum páskahátíðina undir yfirskriftinni Syngjandi páskar, líkast til var hátíðin haldin fyrst haldin árið 1980 og svo árlega til 1986 að minnsta kosti, hugsanlega jafnvel mun lengur. Það mun hafa verið Tómas Jónsson skólastjóri og sparisjóðsstjóri sem var aðal hvatamaðurinn og drifkrafturinn…

Ghost (1986-88)

Hljómsveit var starfandi innan grunnskólans á Þingeyri í lok níunda áratugar síðustu aldar og bar hún nafnið Ghost. Sveitin var stofnuð 1986 og starfaði að minnsta kosti til ársins 1988 en ekki liggur þó fyrir hversu lengi. Meðlimir Ghost voru Elías Þ. Jóhannsson trommuleikari, Sigurður Magnússon hljómborðsleikari, Sigmar Sigþórsson gítarleikari og Jón Sigurðsson söngvari og…

Karlakórinn Svanur [1] (1906-23)

Hér verður eftir fremsta megni reynt að púsla saman sögu Karlakórsins Svans á Þingeyri sem ýmist var kallaður Söngfélag Þingeyringa, Söngfélagið Svanur eða Karlakórinn Svanur en saga hans spannar nokkra áratugi á fyrri hluta 20. aldarinnar. Upphaf þessarar sögu má rekja til 1906 eða 08 og gekk kórinn fyrstu árin undir nafninu Söngfélagið Svanur, Bjarni…

Karlakórinn Þrestir [2] (1931-49)

Karlakórinn Þrestir á Þingeyri við Dýrafjörð var líkast til varla nema söngfélag, í besta falli lítill karlakór, sem starfaði vestra um árabil. Kórinn var stofnaður sumarið 1931 og var Baldur (Bernharður) Sigurjónsson organisti og trésmiður á Þingeyri stjórnandi hans. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hversu lengi hann starfaði en síðustu heimildir um hann er að finna…