Hættuleg hljómsveit (1990-91)

Tónlistarmaðurinn Magnús Þór Jónsson (Megas) sendi sumarið 1990 frá sér tvöfalt albúm sem bar nafnið Hættuleg hljómsveit og glæpakvendið Stella en sá titill á sér skírskotun í sögurnar um Basil fursta. Nokkur fjöldi tónlistarfólks kom að gerð plötunnar með Megasi en útgáfa hennar var með þeim hætti að hann gaf plötuna út sjálfur og hún…

Túrbó (1985-94)

Hljómsveitin Túrbó frá Borgarnesi starfaði í nokkur ár með hléum og náði að koma út einni snældu á starfstíð sinni. Túrbó var iðulega kennd við Borgarnes enda var hún stofnuð þar í grunnskólanum haustið 1985. Í sveitinni voru upphaflega þeir Einar Þór Jóhannsson bassleikari, Ólafur Páll Pálsson gítarleikari og Sigurþór Kristjánsson trommuleikari. Fljótlega skiptu þeir…

Jói á hakanum (1979-94)

Spunasveitin Jói á hakanum var ekki meðal þekktustu hljómsveitanna sem störfuðu á tímum pönks og nýbylgju en hún varð hins vegar með þeim langlífustu þótt ekki starfaði hún alveg samfleytt. Og reyndast hefur sveitin verið að gefa út eldri upptökur á síðustu árum, bæði á efnislegu og stafrænu formi svo segja jafnvel mætti að hún…

The Evil pizza delivery boys (1990-91)

Hljómsveitin The Evil pizza delivery boys frá Borgarnesi tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar 1990. Meðlimir sveitarinnar voru þá Gísli Magnússon söngvari og gítarleikari, Óskar Viekko gítarleikari, Símon Ólafsson söngvari og bassaleikari og Guðmundur S. Sveinsson trommuleikari. Sveitin komst ekki í úrslit. Sveitin keppti aftur í Músíktilraunum árið eftir, þá með söngkonuna Guðveigu Önnu Eyglóardóttur en…