Þórscafé [tónlistartengdur staður] (1945-2003)

Veitinga- og skemmtistaðurinn Þórscafé (Þórskaffi) er meðal langlífustu og vinsælustu skemmtistöðum sem hér hafa starfað en saga hans spannaði ríflega hálfa öld. Þórscafé er fyrst nefndur í fjölmiðlum þess tíma haustið 1945 en þá var staðurinn opnaður sem veitingastaður. Það er svo ári síðar sem hann er auglýstur sem skemmtistaður einnig og við þau tímamót…

Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar (1964-80)

Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar harmonikkuleikara sérhæfði sig í gömlu dönsunum um árabil, lengst af í Þórscafé, og var með langlífari sveitum í bransanum. Sveitin var stofnuð 1964 og starfaði sleitulaust til 1975 en eitthvað slitrótt eftir það, hún starfaði þó að minnsta kosti til 1980 en þá var hún líkast til endanlega hætt. Sveitin kom aftur saman…

Hljómsveit Guðmundar Finnbjörnssonar (1958-65)

Hljómsveit Guðmundar Finnbjörnssonar var danshljómsveit af gamla skólanum og lék lengstum gömlu dansana í Þórscafé við mjög góðan orðstír en sveitin var talin ein sú besta í þeim geiranum. Sveitin var að öllum líkindum stofnuð 1958 og var að mestu skipuð sömu meðlimum allan tímann, þeir voru Tage Muller píanóleikari, Ásgeir Sverrisson harmonikkuleikari, Jóhannes G.…