Blúshátíð í Reykjavík 2025

Blúshátíð í Reykjavík hefst í dag en hátíðin snýr aftur til síns heima á Hilton Reykjavík Nordica, hátíðin er haldin samkvæmt hefð í dymbilvikunni fyrir páska. Á dagskrá eru bæði erlendar og innlendar blússtjörnur en að lokinni formlegri dagskrá verður Klúbbur Blúshátíðar þar sem tónleikagestir geta notið lifandi tónlistar í afslöppuðu umhverfi. Tónlistardagskráin verður með…

Hljómsveitakeppnin Þorskastríðið [tónlistarviðburður] (2008-10)

Hljómsveitakeppni var haldin á vegum útgáfufyrirtækisins Cod music í þrígang á árunum 2008 til 2010, sigurvegarar keppninnar hlutu að launum útgáfusamning hjá Cod music. Vorið 2007 hafði veftímaritið getrvk.com staðið fyrir Hljómsveitasveitinni Krúnk í Iðnó í samstarfi við Apple á Íslandi, Ölgerðina Egil Skallagrímsson og Cod music þar sem fyrstu verðlaunin voru útgáfusamningur og hljóðverstímar…

Einelti (2000)

Einelti hét hljómsveit úr Reykjavík, hún keppti í Músíktilraunum Hins hússins árið 2000. Bjarni Tryggvason gítarleikari, Þorsteinn Einarsson bassaleikari, Rolf Hákon Árnason trommuleikari og Björn Ingi Vilhjálmsson söngvari skipuðu sveitina sem komst ekki í úrslit tilraunanna.

Fíladelfíukvartettinn (1951-61)

Fíladelfíukvartettinn starfaði innan Fíladelfíusafnaðarins um ríflega tíu ára skeið, á sjötta og sjöunda áratug 20. aldarinnar. Um var að ræða söngkvartett sem stofnaður var að frumkvæði Eriks Martinssonar sem var kórstjóri Fíladelfíukórsins um það leyti. Kvartettinn skipuðu Tryggvi Eiríksson, Leifur Pálsson, Dagbjartur Guðjónsson og Þorsteinn Einarsson, hann var mjög virkur í starfinu og söng víða…

Skuggasveinar [3] (2008)

Platan Minni karla frá árinu 2008 hafði að geyma lög úr fórum Tony Joe White, Bandaríkjamanns sem menn hafa í gegnum tíðina tengt fenjarokki. Textarnir á plötunni eru eftir Braga Valdimar Skúlason. Sveitin sem spilaði undir kallaði sig Skuggasveina en hún var skipuð þeim Guðmundi Kristni Jónssyni, Guðmundi Péturssyni, Kristni Snæ Agnarssyni, Mikael Svensson, Eyjólfi…