Rómeó [2] (1987-89)

Hljómsveitin Rómeó frá Húsavík starfaði í að minnsta kosti þrjú ár í lok níunda áratugarins, hún virðist mest hafa spilað á böllum í Þingeyjasýslum. Sveitin var stofnuð 1987 og voru meðlimir hennar bræðurnir Þorvaldur Daði og Kristján Halldórssynir gítarleikarar, Karl Hálfdánarson bassaleikari, Sigurjón Sigurðsson trommuleikari og Sigurpáll Ísfjörð Aðalsteinsson hljómborðsleikari. Þeir félagar skiptust á að…

Goðgá [1] (1971-72)

Hljómsveitin Goðgá frá Neskaupstað var unglingasveit sem starfaði um tveggja ára skeið. Sveitin var stofnuð á Neskaupstað haustið 1971 og voru í henni upphaflega þeir Þorbjörn Ágúst Erlingsson söngvari, Sigurður Axel Benediktsson trommuleikari, Sverrir Hermannsson bassaleikari og Guðjón Steinþórsson gítarleikari. Veturinn 1971-72 starfaði sveitin eystra en um vorið fluttust þeir félagar til Húsavíkur þaðan sem…

Svarti túlípaninn (1973-75)

Hljómsveitin Svarti túlípaninn starfaði um miðjan áttunda áratug liðinnar aldar, á árunum 1973 til 75, á Húsavík eða nágrenni. Svarti túlípaninn var stofnuð árið 1973 og voru meðlimir hennar þeir Þorvaldur Daði [Halldórsson?] gítarleikari, Halldór Hákonarson bassaleikari, Stefán Helgason trommuleikari, Theódór Sigurðsson gítarleikari og Guðmundur Valur Stefánsson söngvari og gítarleikari. Einhverjar mannabreytingar urðu á Svarta…