Sýkklarnir (1981-83)

Hljómsveit frá Akureyri sem gekk undir nafninu Sýkklarnir markar tímamót að nokkru leyti í norðlensku tónlistarlífi en hún innihélt tvö síðar þekkta tónlistarmenn sem hófu feril sinn innan hennar. Reyndar er rithátturinn Sýkklarnir misvísandi því nafn sveitarinnar hefur verið ritað með ýmsum öðrum hætti s.s. Sýklarnir, Sýkkklarnir, Zýklarnir, Zýkklarnir og Zýkkklarnir – Sýkklarnir er hér…

Skriðjöklar (1983-)

Akureyska hljómsveitin Skriðjöklar nutu töluverðra vinsælda á síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar fyrir lög eins og Tengja, Hesturinn, Steini, Mikki refur og Aukakílóin sem öll mætti flokka sem eins konar gleðipopp með grínívafi, sveitin var einnig þekkt fyrir að vera skemmtileg á sviði og almennt sprell þegar kom að viðtölum, myndbandagerð, myndatökum o.þ.h. Segja…

½ 7 (1981-83)

Nýbylgjurokksveitin ½ 7 (Hálfsjö) frá Akureyri var líklega stofnuð sumarið 1981. Ári síðar (1982) var hún skráð til leiks á fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar og SATT en hvergi er að finna heimildir um að hún hafi keppt þar, að minnsta kosti komst hún þar ekki í úrslit. Síðar (veturinn 1982-83) vann sveitin tónlist við rokksöngleikinn Lísu…