Sverrir Stormsker (1963-)

Það eina sem hægt er að segja með nokkurri vissu um tónlistarmanninn Sverri Stormsker er að hann er umdeildur, hann er algjörlega óútreiknanlegur og þrátt fyrir að flestir séu sammála um hæfileika hans til að semja grípandi melódíur og vel orta texta sem lúta yfirleitt bragreglum til hins ítrasta að þá hefur hann í gegnum…

Beathoven (1988)

Dúettinn Beathoven var framlag okkar Íslendinga í Eurovion söngvakeppninni vorið 1988 sem haldin var í Dublin á Írlandi. Söngvarinn Stefán Hilmarsson hafði sungið lag og texta Sverris Stormskers, Þú og þeir, til sigurs í undankeppni Eurovision hér heima og þegar ljóst var að þeir félagar færu sem fulltrúar Íslands í lokakeppnina tóku þeir upp nafnið…

Söngvakeppni Sjónvarpsins 1988 – Þú og þeir (Sókrates) / Socrates

Það má kannski segja að nú hafi nýjabrumið verið farið af Eurovision-undankeppninni og hafi verið blásið í lúðra fyrsta árið má segja sem svo að þetta þriðja ár hafi lúðrablásturinn verið í formi nokkurra blokkflaututóna, enda var þessi fræga sönglagakeppni erfiðari viðureignar en menn héldu fyrir. Fleiri sendu þó inn lög 1988 en árið á…