Tíglar [1] (um 1965)

Á Vopnafirði var starfandi unglingasveit í kringum miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Sveitin var áreiðanlega starfandi 1964 og gæti hafa verið virk ennþá þremur árum síðar. Upplýsingar um þessa sveit eru afar takmarkaðar en þó liggur fyrir að Pálmi Gunnarsson [bassaleikari?] (síðan Mannakorn o.m.fl.) var í henni sem og Ólafur Þór [?] gítarleikari, Glatkistan óskar…

Tíglar [2] (um 1965)

Hljómsveitin Tíglar starfaði á Skagaströnd um miðjan sjöunda áratug 20. aldar og gæti hafa verið starfandi í um fjögur ár, jafnvel lengur. Meðlimir Tígla voru Hjörtur Guðbjartsson gítarleikari, Reynir Sigurðsson trommuleikari, Steindór Haraldsson bassaleikari og Bergur Jón Þórðarson söngvari og gítarleikari.

Tíglar [4] (1983-2008)

Hljómsveitin Tíglar (Tíglarnir) var langlíf sveit sem spilaði einkum gömlu dansana og lék um árabil á danshúsum í Reykjavík við fastráðningu, líftími hennar var líklega frá 1983 og fram á þessa öld, jafnvel til 2008 eða lengur en hin síðari ár starfaði hún fremur stopult. Meðlimaskipan Tígla var eitthvað á reiki enda starfa langlífar sveitir…

Tíglar [3] (1966)

Tíglar störfuðu í Borgarnesi árið 1966 og jafnvel lengur. Um var að ræða unglingasveit en meðlimir hennar voru Ásmundur Ólafsson bassaleikari, Jón Jónasson gítarleikari (síðar Randver o.fl.), Jónas Jónsson söngvari, Ólafur Ágúst Þorbjörnsson gítarleikari, Sveinn Ágúst Guðmundsson trommuleikari og Trausti Jóhannsson orgelleikari. Gísli Jóhannsson gítarleikari var einnig um tíma í Tíglum, að öllum líkindum hafði…