Hljómsveit Reykjavíkur [2] (1925-47)

Hljómsveit hafði verið sett á laggirnar í tengslum við konungskomu Kristjáns X árið 1921, undir nafninu Hljómsveit Reykjavíkur og hafði sú sveit starfað í fáein ár við kröpp kjör áður en hún lognaðist endanlega útaf haustið 1924. Þessi sveit hafði verið sú fyrsta sinnar tegundar hérlendis en um var að ræða litla sinfóníuhljómsveit – um…

Strengjasveit Tónlistarskólan í Reykjavík [1] (1942-80)

Tónlistarskólinn í Reykjavík (sem var stofnaður árið 1930) hafði verið rekinn af Tónlistarfélaginu í Reykjavík frá árinu 1932 sem á sama tíma annaðist rekstur Hljómsveitar Reykjavíkur. Tónlistarkennsla stóð því í nokkrum blóma á höfuðborgarsvæðinu og árið 1941 virðist hafa verið gerð fyrsta tilraun til að setja á fót strengjasveit innan skólans sem væri óháð Hljómsveit…

Strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík [2] (1980-2017)

Strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík starfaði í hartnær fjóra áratugi og vakti víða athygli hér heima og erlendis, sveitin ól af sér fjölda þekktra hljóðfæraleikara sem sumir hverjir hafa myndað hryggjarstykki Sinfóníuhljómsveitar Íslands, öðlast alþjóðlega frægð og viðurkenningu, sent frá sér plötur og þannig mætti áfram telja. Strengjasveit hafði verið starfrækt innan Tónlistarskólans í Reykjavík með…

Tónlistarfélagið [félagsskapur] (1932-)

Tónlistarfélagið í Reykjavík (Tónlistarfélag Reykjavíkur) hefur frá árinu 1932 gegnt risastóru hlutverki í íslenskri tónlist, einkum framan af en tónlistarlíf á Íslandi væri án nokkurs vafa með allt öðrum hætti ef félagsins hefði ekki notið við. Tónlistarfélagið var stofnað vorið 1932 af tólf mönnum sem höfðu fyrst og fremst áhuga á tónlist og á eflingu…

Tónleikar í Dómkirkjunni á aðventunni

Tónleikadagskrá Dómkirkjunnar verður með eftirfarandi hætti fram til jóla. Á föstudagskvöldið 19. desember klukkan 20:00 verða jólatónleikar Tónlistarskólans í Reykjavík. Efnisskráin er afar fjölbreytt og verður boðið upp á úrval af því besta úr vetrarstarfinu. Leikin verða verk eftir W.A. Mozart, I. Clarke, A. Piazzolla, E. Dohnaniy, C. Saint-Saëns, G.F. Händel, J. Chr. Bach, L.…