Hvísl [2] [útgáfufyrirtæki] (2009-)

Útgáfufyrirtækið Hvísl ehf. hefur verið starfrækt frá árinu 2009 hið minnsta en nokkrar plötur hafa komið út undir merkjum útgáfunnar. Fyrsta platan sem kom út á vegum Hvísls var með hljómsveitinni CCReykjavík og bar titilinn 1967 en sú skífa hafði að geyma útgáfunúmerið CCR002, allar plötur sem síðan hafa verið gefnar út undir merkjum Hvísls…

Stjörnuhljómplötur [útgáfufyrirtæki] (1959-61)

Útgáfufyrirtækið Stjörnuhljómplötur var undirmerki Íslenzkra tóna sem Tage Ammendrup starfrækti um árabil en Stjörnuhljómplötur gaf út sex plötutitla á árunum 1959-61. Þrjár þessara platna voru með Soffíu og Önnu Siggu (og Gerði Benediktsdóttir) og innihéldu vinsæl lög eins og Snjókarlinn (Komdu með mér út), Komdu niður, Órabelgur og Æ, ó aumingja ég, tvær þeirra voru…

Something weird [útgáfufyrirtæki] (1995-96)

Sigtryggur Berg Sigmarsson, oftast kenndur við Stilluppsteypu rak um skeið (1995-96) lítið útgáfufyrirtæki sem gaf út fáeinar vínylplötur í jaðartónlistargeiranum. Líklega var um að ræða fjóra plötutitla með erlendum sveitum en Stilluppsteypa deildi þar einnig split-plötu með japönsku sveitinni Melt banana.

Ísdiskar [útgáfufyrirtæki] (1994-98)

Félag íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) starfrækti útgáfufyrirtækið Ísdiska í nokkur ár undir lok síðustu aldar og gaf út fáeina plötutitla undir þeim merkjum en Pétur Grétarsson var titlaður útgáfustjóri þar. Útgáfan starfaði frá árinu 1994 til 98, og gaf fyrst út nokkrar djasstengdar plötur undir útgáfuröðinni Jazzís, m.a. með Sigurði Flosasyni, Tómasi R. Einarssyni, Guðmundi Ingólfssyni…

Trúbrot [2] [útgáfufyrirtæki] (1972)

Hljómplötuútgáfan Trúbrot var stofnuð af meðlimum hljómsveitarinnar Trúbrot til að gefa út plötu sveitarinnar árið 1972 en engin plötuútgáfa hér á landi treysti sér til að taka það verkefni að sér vegna fyrirsjáanlegs kostnaðar en ljóst var áður en upptökur hófust að um dýrustu plötu Íslandssögunnar yrði að ræða. Það voru þeir Gunnar Jökull Hákonarson,…