Bræðingur (1978-81)

Hljómsveitin Bræðingur starfaði á Egilsstöðum eða nágrenni, fyrst á árunum 1978 og 79 og lék þá efni eftir Guðgeir Björnsson sem var aðalmaður sveitarinnar, og svo aftur 1981 en þá voru aðrir með honum í sveitinni og lék hún þá blandaða tónlist. Viðar Aðalsteinsson mun hafa verið söngvari síðari útgáfu hennar. Óskað er eftir upplýsingum…

Áslákur [2] (1979-81)

Hljómsveitin Áslákur starfaði á Egilsstöðum (ein heimild segir Hlöðum) um 1980. Sveitin mun að mestu hafa verið í sveitaballageiranum og var stofnuð haustið 1979, meðlimir hennar voru Sigurður Friðrik Lúðvíksson gítarleikari, Jón Ingi Arngrímsson bassaleikari, Ragnar Á. Þorsteinsson trommuleikari og Stefán Snædal Bragason hljómborðsleikari. Viðar Aðalsteinsson var söngvari sveitarinnar um tíma. Hann söng þó ekki…

Fásinna (1983-85)

Hljómsveitin Fásinna frá Eiðum og Egilsstöðum var starfandi á árunum 1983-85 en hún vann sér það helst til frægðar að sigra hljómsveitakeppni í Atlavík um verslunamannahelgina 1984, þar veitti sveitin verðlaununum viðtöku úr hendi Ringos Starr sem þar var staddur. Ennfremur tók sveitin þátt í Músíktilraunum Tónabæjar 1985, komst þar í úrslit og gerði gott…

Fásinna – Efni á plötum

Fásinna – Fásinna [ep] Útgefandi: Mjöt Útgáfunúmer: Mjöt 002 Ár: 1985 1. Ruddudu 2. Gestur og gos 3. Hvað er hinumegin 4. Hitt lagið 5. Spurningar og kannski svör 6. Hvar er heima Flytjendur Höskuldur Svavarsson – bassi og raddir Þórarinn Sveinsson – hljómborð Viðar Aðalsteinsson – söngur Karl Erlingsson – gítar og raddir Kristján Kristjánsson –…