Afmælisbörn 14. júní 2025

Sjö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Steinunn Harðardóttir er fyrsta afmælisbarnið á listanum en hún er þrjátíu og átta ára gömul í dag. Steinunn hefur verið í hljómsveitum og verkefnum eins og Sparkle poison, Fushigi four og Skelki í bringu en er að sjálfsögðu þekktust sem Dj flugvél og geimskip og hefur…

Hrafnar [3] (2008-)

Hrafnar er hljómsveit sem á sér í raun heilmiklu forsögu því um er að ræða upprunalegu útgáfuna af Pöpum frá Vestmannaeyjum sem gerði garðinn frægan um skeið. Sveitin hefur sent frá sér plötur og vakið heilmikla athygli fyrir nálgun sína á þjóðlagatónlist. Papar höfðu verið stofnaðir árið 1986 og starfaði sú sveit allt til 2008,…

F (1985)

Hljómsveitin F starfaði um miðjan níunda áratug 20. aldar og innihélt Þórð Bogason söngvara (Þrek o.fl.), Gústaf Guðmundsson trommuleikara, Vigni Ólafsson gítarleikara (Papar), Guðmund Höskuldsson gítarleikara og Kjartan Guðnason bassaleikara. Sveitin gaf út eina þriggja laga plötu sem bar titilinn Pakkaþukl. Á plötuumslagi þeirrar plötu stendur að allur hugsanlegur ágóði renni til Skálatúnsheimilisins í Mosfellssveit…

Radíus [1] (1980-84)

Hljómsveitin Radíus var sveitaballasveit frá Vestmannaeyjum en hún spilaði mikið á Suðurlandi um og upp úr 1980. Sjöund (7und) varð síðar til upp úr sveitinni, en upplýsingar um hana eru af skornum skammti. Þó átti sveitin efni á safnplötunni SATT 2 (1984) og var sveitin þá skipuð þeim Þórarni Ólafssyni söngvara, Vigni Ólafssyni gítarleikara, Eiði…