Blús á Rosenberg í kvöld
Blúsfélag Reykjavíkur boðar til blústónleika í kvöld, fimmtudagskvöldið 25. júní á Cafe Rosenberg á Vesturgötu 3, klukkan 20:30. Það er Beggi Smári Acoustic Band sem spilar ásamt Nick Jameson en auk Begga Smára (gítarleikara og söngvara) leika þeir Andri Guðmundsson á bassa og Ásmundur Jóhannsson á trommur í kvöld. Frítt inn.

