Heroin child (1997)

Hljómsveitin Heroin child var meðal þátttökusveita í tónlistarkeppni Nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi haustið 1997. Sveitin var þar skipuð þeim Styrmi Karlssyni söngvara, Arnþóri Snæ Guðjónssyni gítarleikara, Vilberg Hafsteini Jónssyni bassaleikara og Bjarna Hannessyni trommuleikara. Sveitin átti tvö lög á plötu sem gefin var út í tengslum við keppnina en hún bar heitið Frostrokk 1997, sem var einmitt yfirskrift keppninnar í það skiptið.

Ekki liggur fyrir hvort Heroin child starfaði eingöngu í tengslum við keppnina eða hvort hún átti sér lengri sögu en upplýsingar þ.a.l. mega gjarnan berast Glatkistunni.