Íslenski kórinn í London (1984-)

Kór Íslendinga búsettir í London hefur verið starfandi síðan 1984, líklega nokkuð samfleytt til dagsins í dag, undir nafninu Íslenski kórinn í London. Það mun hafa verið Inga Huld Markan sem var fyrsti stjórnandi kórsins en meðal annarra stjórnenda hans má nefna Nínu Margréti Grímsdóttur, Sigrúnu Jónsdóttur, Aagot Óskarsdóttur, Erlu Þórólfsdóttur, Gunnar Benediktsson, Arngeir Heiðar…

Kamarorghestar (1974-88)

Hljómsveitin eða öllu heldur fjöllistahópurinn Kamarorghestar komu með skemmtilegum hætti inn í ládautt íslenskt tónlistarlíf um 1980 með kabarettpönki sínu þótt sumir pönkarar þess tíma hefðu helst vilja afgreiða þau sem uppgjafahipppa á sínum tíma. Uppruna Kamarorghesta má rekja til kommúnunnar Skunksins sem staðsett var á jörðinni Gljúfurárholti í Ölfusi (rétt austan við Hveragerði) en…

Diabolus in musica (1975-81)

Kammerpoppsveitin Diabolus in musica var í upphafi tilraunastarfsemi nokkurra reykvískra menntaskólanema. Sveitin gaf út tvær plötur með mismunandi liðsskipan, og ól af sér nokkra landsþekkta tónlistarmenn. Sveitin skipar sér í hóp með öðrum viðlíka hljómsveitum sem þá voru starfandi, sveitum eins og Þokkabót, Melchior og jafnvel Spilverki þjóðanna. Upphaf Diabolus in musica má rekja til…

Gabríellurnar (1974-75)

Söngtríóið Gabríellurnar var starfrækt í Menntaskólanum við Hamrahlíð 1974 og 75, og kom fram á ýmsum skemmtunum tengdum skólanum og utan hans. Upphaflega hét tríóið Utanskólasystur en á prógramminu þeirra var lag sem hét Gabriela, smám saman festist það nafn við þær. Tríóið skipuðu þær systur Aagot Vigdís og Jóna Dóra Óskarsdætur, auk Jóhönnu V. Þórhallsdóttur…