Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar (1971-2019)

Þær finnast varla langlífari hljómsveitirnar en Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar sem hefur reyndar runnið sitt skeið en starfaði í nærri því hálfa öld. Sveitin naut alla tíð mikilla vinsælda norðanlands en átti einnig löng tímabil þar sem landsmenn allir dönsuðu í takt við skagfirsku sveifluna eins og tónlist Geirmundar hefur verið kölluð frá því á níunda…

Styrming (1989-91)

Hljómsveitin Styrming frá Sauðárkróki starfaði um eins og hálfs árs skeið í kringum 1990 og vakti nokkra athygli, ekki endilega vegna tónlistarinnar en tvö lög komu út með sveitinni á safnplötu – heldur fremur vegna þess að innan hennar var lagahöfundurinn Hörður G. Ólafsson sem um svipað leyti öðlaðist alþjóða athygli fyrir Eurovision lagið sitt…

Fást (1985-86)

Hljómsveitin Fást starfaði á Sauðárkróki um eins ár skeið um miðjan níunda áratug síðustu aldar, og lék nokkuð á dansleikjum nyrðra. Fást var stofnuð haustið 1985 og voru meðlimir hennar Sigurður Ásbjörnsson hljómborðsleikari, Guðrún Oddsdóttir söngkona, Sólmundur Friðriksson bassaleikari, Kristján Baldvinsson trommuleikari, Eiríkur Hilmisson gítarleikari og Magnús Helgason söngvari. Sveitin gerði út á ballmarkaðinn í…

Umrót (1978-81)

Litlar heimildir er að hafa um hljómsveitina Umrót en hún var starfrækt á Sauðárkróki á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Meðlimir sveitarinnar voru Margeir Friðriksson bassaleikari, Gunnar Ingi Árnason trommuleikari, Kjartan Erlendsson gítarleikari, Lárus Sighvatsson saxófónleikari og Stefán R. Gíslason hljómborðsleikari. Veturinn 1980-81 tók Ægir Ásbjörnsson sæti Lárusar saxófónleikara og Ingimar Jónsson (Upplyfting) tók…

Týról (1982-86)

Hljómsveitin Týról frá Sauðárkróki var nokkuð öflug á ballmarkaðnum norðanlands á níunda áratugnum og var fastur gestur á Sæluvikuhátíð Sauðkræklinga, svo fátt eitt sé nefnt. Týról var stofnuð í ársbyrjun 1982 og starfaði að líkindum í fjögur ár, meðlimir sveitarinnar voru Gunnar Ingi Árnason trommuleikari, Ægir Ásbjörnsson söngvari, gítarleikari og hljómborðsleikari, Eiríkur Hilmisson gítarleikari, Margeir…