Hin konunglega flugeldarokksveit (1981-83)

Hin konunglega flugeldarokksveit var eins konar pönkhljómsveit sem starfaði um nokkurt skeið á öndverðum níunda áratug síðustu aldar eða rétt um það leyti sem pönkbylgjan stóð yfir hér á landi. Hin konunglega flugeldarokksveit, sem var úr Breiðholtinu var líklega stofnuð haustið 1981 eða litlu síðar upp úr hljómsveitinni Ekki en fáar heimildir er að finna…

Sultarleikur (1993)

Sumarið 1993 var skammlíf hljómsveit starfandii á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Sultarleikur en hún var einhvers konar afkvæmi sveitar sem þá hafði áður verið starfandi undir nafninu Sultur. Sultarleikur kom líklega aðeins einu sinni fram opinberlega og var skipuð þeim Ágústi Karlssyni gítarleikara, Alfreð Alfreðssyni trommuleikara og Harry Óskarssyni bassaleikara en þeir höfðu allir verið í…

Sultur [1] (1992-94)

Rokksveitin Sultur var stofnuð árið 1992 og virðist fyrst í stað hafa gengið undir nafninu Hiti en meðlimir hennar komu að mestu leyti úr hljómsveitinni Leiksviði fáránleikans. Sveitin starfaði til ársins 1994 og lék frumsamið rokk, mestmegnis á Púlsinum við Vitastíg (sem fékk síðan nafnið Plúsinn) og að öllum líkindum einvörðungu á höfuðborgarsvæðinu. Meðlimir Sults…

Menn [1] (1985-86)

Dúettinn Menn var í raun ekki starfandi sem hljómsveit en gaf hins vegar út eina plötu. Menn (Valdimar Örn Flygenring og Ágúst Karlsson) höfðu starfað saman í Hinni konunglegu flugeldarokksveit og Tjúttlingunum fáeinum árum fyrr er þeir fóru í hljóðverið Mjöt sumarið 1985 og tóku upp átta lög sem komu síðan út á plötunni Reisn,…

Með nöktum (1983-87)

Hljómsveitin Með nöktum var eins konar afsprengi nýbylgjurokksins á níunda áratug síðustu aldar, sveitin sendi frá sér eina sex laga plötu. Með nöktum var stofnuð sumarið 1983 og voru meðlimir sveitarinnar í upphafi þeir Ágúst Karlsson gítarleikari, Birgir Mogensen bassaleikari og Halldór Lárusson trommuleikari en þeir höfðu allir verið viðloðandi hljómsveitina Spilafífl. Þeir fengu söngvarann…

Tjúttlingar (1984)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um nýbylgjusveitina Tjúttlinga sem mun hafa starfað árið 1984 en meðal meðlima hennar voru Ella Magg (Elín Magnúsdóttir), Valdimar Örn Flygenring og Ágúst Karlsson. Upplýsingar vantar um aðra Tjúttlinga ef einhverjir voru, og á hvaða hljóðfæri framangreindir spiluðu á. Frekari upplýsingar óskast þess vegna.

Kamarorghestar (1974-88)

Hljómsveitin eða öllu heldur fjöllistahópurinn Kamarorghestar komu með skemmtilegum hætti inn í ládautt íslenskt tónlistarlíf um 1980 með kabarettpönki sínu þótt sumir pönkarar þess tíma hefðu helst vilja afgreiða þau sem uppgjafahipppa á sínum tíma. Uppruna Kamarorghesta má rekja til kommúnunnar Skunksins sem staðsett var á jörðinni Gljúfurárholti í Ölfusi (rétt austan við Hveragerði) en…

Grenj (1979-81)

Garðbæska hljómsveitin Grenj varð til í þeirri pönk- og nýbylgjuvakningu sem varð hér á landi í kringum 1980 og var sveitin stofnuð hugsanlega veturnn 1979-80. Meðlimir hennar voru Bergsteinn Björgúlfsson trommuleikari (síðar kvikmyndagerðarmaður), Ágúst Karlsson gítarleikari, Hjalti Sigurðsson bassaleikari og Steingrímur Dúi Másson söngvari (síðar kvikmyndagerðarmaður). Grenj var ein þeirra hljómsveita sem kom fram á…