Afmælisbörn 14. september 2025

Í dag eru sex afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Gítarleikarinn Gyða Hrund Þorvaldsdóttir er fjörutíu og þriggja ára gömul á þessum degi. Gyða Hrund hefur starfað með hljómsveitum sem teljast í þyngri kantinum í bransanum og hér má nefna sveitir eins og Angist, Hostile og Extermination order svo einhverjar séu nefndar. Anna Vilhjálms söngkona (f. 1945)…

Hljómsveit Stefáns P. (1976-)

Líklega hafa fáar hljómsveitir á Íslandi verið jafn langlífar og Hljómsveit Stefáns P. Þorbergssonar flugmanns en sveit hans hefur starfað nokkuð samfleytt frá árinu 1976 en stopulla síðustu áratugina, hún hefur þó aldrei hætt störfum. Sveitin hefur e.t.v. ekki verið mest áberandi eða vinsælasta hljómsveitin hvað útgefna tónlist varðar en hún hefur þó sent frá…

Hljómsveit Óskars Guðmundssonar (1952-69)

Óskar Guðmundsson á Selfossi rak um árabil vinsæla danshljómsveit sem lék á hundruðum dansleikja í Árnes- og Rangárvallasýslum á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, hróður sveitarinnar barst reyndar mun víðar og hún fór stundum út fyrir yfirráðasvæði sitt á Suðurlandi og lék þá í öðrum landsfjórðungum. Hljómsveit Óskars Guðmundssonar var stofnuð árið 1952 og…

Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar (1957-72 / 1981-82)

Magnús Ingimarsson píanóleikari starfrækti nokkrar hljómsveitir í eigin nafni en ein þeirra var afar vinsæl húshljómsveit á Röðli til margra ára og um leið stúdíóhljómsveit sem lék inn á fjölda hljómplatna en Magnús starfaði á annan áratug sem útsetjari og hljómsveitarstjóri fyrir SG-hljómplötu-útgáfuna. Fyrsta hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar starfaði undir lok sjötta áratugarins en ekki liggja…

Hljómsveit Gunnars Ormslev (1950-71)

Gunnar Ormslev saxófónleikari starfrækti nokkrar hljómsveitir í eigin nafni frá sjötta og fram á áttunda áratug síðustu aldar en þekktust þeirra sveita var án nokkurs vafa sú sem fór til Sovétríkjanna á heimsmót æskunnar og vakti þar mikla athygli en Haukur Morthens var þá söngvari sveitarinnar. Gunnar hafði starfrækt hljómsveit (GO kvintett) á síðari hluta…

Hljómsveit Björns Gunnarssonar (1962-63)

Óskað er eftir upplýsingum um Hljómsveit Björns Gunnarssonar en sveitin starfaði á árunum 1962-63, hugsanlega einvörðungu um þann vetur. Þessi hljómsveit lék oftsinnis í Breiðfirðingabúð og var skipuð ungum meðlimum, hljómsveitarstjórinn Björn Gunnarsson var líklega trommuleikari en ekki liggur fyrir hverjir aðrir skipuðu sveitina. Nokkrir söngvarar og söngkonur sungu með henni meðan hún starfaði og…

Stuðbandalagið (1994-2008)

Stuðbandalagið var danshljómsveit sem lék á dansleikjum um land allt við ágætan orðstír á árunum í kringum síðustu aldamót. Stuðbandalagið var stofnað í Borgarnesi árið 1994 og gerði alltaf út þaðan, það voru þeir Guðjón Guðmundsson gítarleikari og Indriði Jósafatsson hljómborðsleikari sem stofnuðu sveitina og með þeim voru í upphafi þeir Ásgeir Hólm saxófónleikari, Bragi…

Afmælisbörn 14. september 2022

Í dag eru fjögur afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Anna Vilhjálms söngkona með meiru á sjötíu og sjö ára afmæli í dag. Auk þess að syngja með ýmsum þekktum söngvurum á plötum á sjötta áratugnum gaf hún sjálf út sólóplötuna Frá mér til þín (1991) þar sem m.a. er að finna stórsmellinn Fráskilin að vestan en…

Afmælisbörn 14. september 2021

Í dag eru fjögur afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Anna Vilhjálms söngkona með meiru á sjötíu og sex ára afmæli í dag. Auk þess að syngja með ýmsum þekktum söngvurum á plötum á sjötta áratugnum gaf hún sjálf út sólóplötuna Frá mér til þín (1991) þar sem m.a. er að finna stórsmellinn Fráskilin að vestan en…

Tríó Elfars Berg (1966-72)

Tónlistarmaðurinn Elfar Berg starfrækti í nokkur ár tríó í kringum 1970. Hljómsveitin var ýmist nefnd Tríó Elfars Berg eða Hljómsveit Elfars Berg og fór það eftir stærð hennar hverju sinni en yfirleitt var tríó skipanin við lýði. Sveitin var húshljómsveit í Klúbbnum en lék einnig eitthvað á öðrum skemmtistöðum borgarinnar. Meðlimir Tríós Elfars Berg voru…

Afmælisbörn 14. september 2017

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Anna Vilhjálms söngkona með meiru á sjötíu og tveggja ára afmæli í dag. Auk þess að syngja með ýmsum þekktum söngvurum á plötum á sjötta áratugnum gaf hún sjálf út sólóplötuna Frá mér til þín (1991) þar sem m.a. er að finna stórsmellinn Fráskilin að vestan en…

Dansbandið [1] (1981-)

Hljómsveitin Dansbandið (sú fyrsta með þessu nafni) á sér langa og viðburðaríka sögu, sem enn sér líklega ekki fyrir endann á. Dansbandið var stofnað í Hafnarfirði í upphafi ársins 1981, stofnmeðlimir voru líklegast þeir Sveinn Guðjónsson söngvari og hljómborðsleikari, Kristján Hermannsson trompetleikari og söngvari, Gunnar Ársælsson gítarleikari, Svavar Ellertsson trommuleikari og Ágúst Ragnarsson bassaleikari. Mannabreytingar…

Galabandið (1997-2000)

Hljómsveitin Galabandið starfaði á árunum 1997-2000 með hléum en söngkona sveitarinnar var Anna Vilhjálmsdóttir og reyndar var sveitin stundum kölluð Hljómsveit Önnu Vilhjálms enda var heimavöllur hennar skemmtistaðurinn Næturgalinn við Smiðjuveg í Kópavogi sem Anna rak í samstarfi við aðra konu – nafn sveitarinnar, Galabandið vísar einmitt til Næturgalans. Sveitin var stofnuð haustið 1997 og…