Soðin fiðla (1996-98)

Soðin fiðla er einna þekktust fyrir að sigra Músíktilraunir Tónabæjar en fylgdi þeim sigri ekki eftir með neinni flugeldasýningu, sveitin sendi þó frá sér eina stuttskífu. Sveitin var stofnuð haustið 1996 í Kópavogi og voru meðlimir hennar Arnar Snær Davíðsson gítarleikari, Egill Tómasson gítarleikari og söngvari, Gunnar Örn Svavarsson bassaleikari og Ari Þorgeir Steinarsson trommuleikari.…

Nova [1] (1998-99)

Nova var rokksveit af höfuðborgarsvæðinu, starfandi 1998-99. Meðlimir hennar höfðu verið í sveitum eins og Soðinni fiðlu sem sigruðu Músíktilraunum 1997 og þar áður Tjalz Gissur en þeir voru Egill Tómasson gítarleikari, Arnar Snær Davíðsson bassaleikari, Júlía Sigurðardóttir söngkona, Einar Þór Hjartarson gítarleikari og Orri Páll Dýrason trommuleikari. Nova deildi æfingahúsnæði með Sigur rós og…

Tjalz Gissur (1990-96)

Kópavogssveitin Tjalz Gissur (Tjalz Gizur) starfaði um nokkurra ára bil fram undir miðjan tíunda áratug 20. aldar. Hún var stofnuð 1990, spilaði eins konar sýrurokk og vorið 1992 tók hún þátt í Músíktilraunum Tónabæjar án þess þó að komast í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru þá þeir bræður Kristinn söngvari og gítarleikari og Guðlaugur Júníussynir trommuleikari…