Hljómsveit Baldurs Loftssonar (um 1960)

Baldur Loftsson á Breiðási í Hrunamannahreppi starfrækti hljómsveit í eigin nafni undir lok sjötta áratugar síðustu aldar, sveitin lék að minnsta kosti árin 1958 og 59 en að öðru leyti vantar upplýsingar um starfstíma sveitarinnar. Meðlimir Hljómsveitar Baldurs Loftssonar voru auk Baldurs sjálfs sem lék á harmonikku og saxófón, þeir Loftur Loftsson kontrabassaleikari (bróðir Baldurs),…

Caroll sextett (1961-63)

Hljómsveitin Caroll / Carol (ýmist nefnd kvintett eða sextett eftir stærð sveitarinnar hverju sinni) starfaði á árunum 1961 til 63 og lék þá bæði á dansleikjum austan fjalls og á höfuðborgarsvæðinu. Sveitin var stofnuð á Selfossi líklega sumarið 1961 upp úr Tónabræðrum og virðist hafa verið nokkuð föst liðsskipan á henni en ýmsir söngvarar komu…

Caprí kvintett (um 1960)

Afar fáar og litlar heimildir finnast um hljómsveit úr Rangárvalla- eða Árnessýslu, sem gekk undir nafninu Caprí kvintett (Caprý) en þessi sveit mun hafa verið starfandi í kringum 1960, og var nýskyld Safír-sextettnum sem starfaði ekki löngu síðar. Meðlimir Caprí munu hafa verið Pétur Karlsson saxófónleikari, Guðmundur Bjarnason gítarleikari, Bjarni Sigurðsson bassaleikari, Bragi Árnason trommuleikari…

O.M.O. kvintett (um 1958)

Á Selfossi mun hafa starfað hljómsveit forðum daga undir nafninu O.M.O. kvintett, fyrir liggur að sveitin var starfandi árið 1958 en engar upplýsingar að finna um hversu lengi hún starfaði. Óskað er eftir upplýsingum þess efnis sem og fyrir hvað O.M.O. stendur fyrir. Fjölmargir munu hafa leikið með hljómsveitinni þann tíma er hún starfaði en…

Tónabræður [1] (1958-61)

Sunnlenska hljómsveitin Tónabræður undir stjórn Gissurar Geirssonar var fyrsta sveitin af mörgum sem borið hefur þetta nafn en hún var starfrækt í kringum 1960. Hljómsveitin var stofnuð 1958 af Gissuri Geirssyni harmonikku-, saxófón- og hljómborðsleikara úr Flóanum en hann var einn af konungum sunnlenskra sveitaballa á árum áður og starfrækti margar sveitir. Í upphafi var…