Húnaver [tónlistartengdur staður / tónlistarviðburður] (1952-)

Félagsheimilið Húnaver í Austur-Húnavatnssýslu er með þekktustu samkomuhúsum landsins en þar hafa verið haldnir dansleikir og aðrir tónlistartengdir viðburðir í áratugi. Rétt eins og með önnur félagsheimili hefur dansleikjum þó fækkað mjög í húsinu og þar hefur ferðaþjónustan tekið við keflinu. Húnaver er með allra fyrstu stóru félagsheimilum landsins en húsið var byggt fljótlega eftir…

Húnavaka [1] [tónlistarviðburður] (1944-99)

Húnavaka var eins konar menningarhátíð sem haldin var í Austur-Húnavatnssýslu (síðar Húnaþingi) en hún var mikilvægur partur af menningarlífi Húnvetninga um árabil þegar skemmtanir voru af skornum skammti, hátíðina sóttu þúsundir gesta og komu þeir víða að. Heimildir eru nokkuð misvísandi um hvenær Húnavaka var fyrst haldin, flestar heimildir herma að hátíðin hafi fyrst verið…

Söngfélagið Glóð (1975-88)

Söngfélagið Glóð starfaði um nokkurra ára skeið frá því um miðbik áttunda áratugar fram undir lok níunda áratugar síðustu aldar í Austur-Húnavatnssýslu. Það var Sigrún Grímsdóttir frá Saurbæ í Vatnsdal sem hafði forgöngu um stofnun söngfélagsins haustið 1975 en hún var þá organisti við Undirfells- og Þingeyrakirkjur og stjórnaði kirkjukórunum þar, en uppistaðan í Glóð…

Stúlknakór Æskulýðsfélags Þingeyraklausturs (1969-72)

Innan Æskulýðsfélags Þingeyraklausturs í A-Húnavatnssýslu starfaði stúlknakór á árunum 1969 til 1972 að minnsta kosti en félagið hafði verið stofnað haustið 1968. Kórinn söng mestmegnis í guðsþjónustum og kirkjutengdum samkomum á Þingeyrum en kom einnig t.a.m. fram á Húnavöku. Stjórnandi Stúlknakórs Æskulýðsfélags Þingeyraklausturs var Jónas Tryggvason.

Skólalúðrasveit Austur-Húnavatnssýslu (1987-2014)

Lúðrasveit var lengi starfrækt við Tónlistarskóla Austur Húnavatnssýslu en ekki liggur fyrir hvort hún sé þar starfandi ennþá, hún var lengst af undir stjórn Skarphéðins Húnfjörð Einarssonar. Sveitin bar nafnið Skólalúðrasveit Austur-Húnavatnssýslu. Tónlistaskólinn sem hefur þrjár starfsstöðvar, á Blönduósi, Skagaströnd og Húnavöllum, var stofnaður haustið 1971 en engar upplýsingar er að finna um hvenær skólalúðrasveit…

Bjarkarkvartettinn (1994-96)

Bjarkarkvartettinn var söngkvartett karla starfandi innan Samkórsins Bjarkar í Austur-Húnavatnssýslu á árunum 1994-96 að minnsta kosti. Kvartettinn skipuðu þeir Gestur Þórarinsson, Júlíus Óskarsson, Steingrímur Ingvarsson og Kristófer Kristjánsson en ekki liggur fyrir hvaða raddir þeir sungu. Stjórnandi samkórsins var á þessum tíma Sólveig Einarsdóttir og Guðmundur Hagalín annaðist undirleik á harmonikku með Bjarkarkvartettnum.

Ekki orð (1993-94)

Hljómsveit Ekki orð var starfandi veturinn 1993-94 í Húnavallaskóla í Austur-Húnavatnssýslu en meðlimir sveitarinnar voru þá 10. bekkingar í skólanum. Meðlimir sveitarinnar voru Gunnar Örn Gunnarsson söngvari og gítarleikari, Andri Guðmundsson bassaleikari, Rósenberg Hólmgrímsson hljómborðsleikari og Kristján Björn Heiðarsson trommuleikari. Ekki orð átti lag á safnplötunni Sándkurli sem kom út 1994 en það var eina…