Afmælisbörn 21. október 2025

Fimm tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Karl Olgeir Olgeirsson hljómborðsleikari og lagahöfundur á fimmtíu og þriggja ára afmæli á þessum degi. Hann hefur starfað ýmist í hljóðverum sem upptökumaður eða hljóðfæraleikari en einnig með ýmsum hljómsveitum í gegnum tíðina. Sem dæmi um sveitir sem hann hefur verið í má nefna Brúðkaup…

Hots (1939-40)

Hljómsveit starfaði á Siglufirði árin 1939 og 1940 undir nafninu Hots en var líklega sama sveit og kölluð var Holtshljómsveitin. Þessi hljómsveit lék á einum af þeim veitinga- og skemmtistöðum sem buðu upp á dansleiki á síldarárunum á Siglufirði þar sem blómlegt en um leið svalltengt dansleikjahald átti sér stað, ekki liggur fyrir hvar þessi…

Hljómsveit Þóris Jónssonar (1942-47)

Hljómsveit Þóris Jónssonar sem lengi var bendluð við Hótel Borg (og reyndar einnig nefnd Hljómsveit Hótel Borgar eða Borgarbandið) varð til fyrir hálfgerða tilviljun en hún starfaði í nokkur ár og telst vera fyrsta alíslenska djasshljómsveitin. Tildrög þess að sveitin var stofnuð voru þau að Þórir Jónsson fiðlu- og saxófónleikari starfaði með Hljómsveit Jack Quinet…

Hljómsveit Óskars Cortes (1935-65)

Tónlistarmaðurinn Óskar Cortes starfrækti nokkrar vinsælar hljómsveitir á sínum tíma, flestar þeirra voru danshljómsveitir en hann var jafnframt einnig með strengjasveit í eigin nafni. Fyrstu sveitir Óskars störfuðu á Siglufirði en þangað fór hann fyrst sumarið 1935 ásamt Hafliða Jónssyni píanóleikara en sjálfur lék Óskar á fiðlu, síðar það sama sumar bættist Siglfirðingurinn Steindór Jónsson…

Afmælisbörn 21. október 2024

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Karl Olgeir Olgeirsson hljómborðsleikari og lagahöfundur á fimmtíu og tveggja ára afmæli á þessum degi. Hann hefur starfað ýmist í hljóðverum sem upptökumaður eða hljóðfæraleikari en einnig með ýmsum hljómsveitum í gegnum tíðina. Sem dæmi um sveitir sem hann hefur verið í má nefna Brúðkaup…

Hljómsveit Hótel Borgar (1930-50)

Saga hljómsveita Hótel Borgar er margþætt og flókin því að um fjölmargar sveitir er að ræða og skipaðar mörgum meðlimum sem flestir voru framan af erlendir og því eru heimildir afar takmarkaðar um þá, jafnframt störfuðu stundum tvær sveitir samtímis á hótelinu. Eftir því sem Íslendingum fjölgaði í Borgarbandinu eins og sveitirnar voru oft kallaðar…

Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar (1946-63)

Saga Hljómsveitar Baldurs Kristjánssonar píanóleikara er nokkuð löng og um leið flókin því Baldur starfrækti hljómsveitir á ýmsum tímum í eigin nafni en einnig aðrar sveitir undir öðrum nöfnum sem í heimildum eru gjarnan kallaðar hljómsveit Baldurs Kristjánssonar, hér verður þó eftir fremsta megni reynt að setja saman nokkuð heildstæða mynd af þeim sveitum sem…

Stormsveitin [6] (2011-)

Frá árinu 2011 hefur hópur karlmanna á ýmsum aldri starfrækt hljómsveit og kór í Mosfellsbæ sem gengur undir nafninu Stormsveitin. Hópurinn hefur sent frá sér plötu og dvd disk. Hugmyndin mun hafa komið frá Sigurði Hanssyni en haustið 2011 setti hann á stofn um fimmtán manna sönghóp karla og fimm manna hljómsveit í því skyni…

Baldur Kristjánsson (1922-84)

Píanóleikarinn Baldur Kristjánsson starfrækti og lék með fjölda hljómsveita um miðja síðustu öld. Baldur fæddist í Reykjavík 1922, hann var yngri bróðir Einars Kristjánssonar óperusöngvara og var alltaf svolítið í skugganum af honum. Hann lærði ungur á píanó hjá Páli Ísólfssyni, Victori Urbancic og Róbert Abraham (Róberti A. Ottóssyni) og lagði einnig stund á nám…

Hljómsveitir Jan Morávek (1948-62)

Tékknesk/austurríski tónlistarmaðurinn Jan Morávek bjó og starfaði hér á landi allt frá árinu 1948 og til andláts 1970 en hann var afkastamikill, lék á fjölda hljóðfæra með fjölmörgum tónlistarmönnum og inn á fjölda platna, hann starfrækti jafnframt fjölda hljómsveita af ýmsum stærðum og gerðum sem hér verða til umfjöllunar eftir fremsta megni – upplýsingar eru…

Prins Fats (1980)

Baldur Kristjánsson píanóleikari kom stundum fram, einkum á samkomum Vísnavina vorið 1980, undir aukasjálfinu Prins Fats til heiðurs Fats Waller, og lék lög eftir hann á píanó. Prins Fats átti síðan eitt lag á safnsnældunni Vísnakvöld 1: Lög með Vísnavinum, sem gefin var út um svipað leyti.

Capri [1] (1961-63 / 1973)

Hljómsveitin Capri (oft einnig nefnd Kapri eða jafnvel Kaprí) var á þeim tíma sem hún starfaði æði mis stór, allt frá því að vera tríó í byrjun og upp í það að vera sextett, og auðvitað allt þar á milli á þeim þremur árum er hún var starfrækt. Baldur Kristjánsson stofnaði sveitina 1961 og í…

Hljómsveit Svavars Gests (1949-65)

Hljómsveit Svavars Gests var ein af vinsælustu danshljómsveitum Íslands á sjötta og sjöunda áratug 20. aldar, sveitin keppti um þá nafnbót einkum við KK sextettinn en Svavar hafði reyndar verið í þeirri sveit nokkru áður. Sveitin var stofnuð haustið 1949 til að spila í Þórskaffi. Hana skipuðu þá Svavar sjálfur er lék á trommur, Árni…