Baldur Kristjánsson (1922-84)

Píanóleikarinn Baldur Kristjánsson starfrækti og lék með fjölda hljómsveita um miðja síðustu öld. Baldur fæddist í Reykjavík 1922, hann var yngri bróðir Einars Kristjánssonar óperusöngvara og var alltaf svolítið í skugganum af honum. Hann lærði ungur á píanó hjá Páli Ísólfssyni, Victori Urbancic og Róbert Abraham (Róberti A. Ottóssyni) og lagði einnig stund á nám…

Prins Fats (1980)

Baldur Kristjánsson píanóleikari kom stundum fram, einkum á samkomum Vísnavina vorið 1980, undir aukasjálfinu Prins Fats til heiðurs Fats Waller, og lék lög eftir hann á píanó. Prins Fats átti síðan eitt lag á safnsnældunni Vísnakvöld 1: Lög með Vísnavinum, sem gefin var út um svipað leyti.

Capri [1] (1961-63 / 1973)

Hljómsveitin Capri (oft einnig nefnd Kapri eða jafnvel Kaprí) var á þeim tíma sem hún starfaði æði mis stór, allt frá því að vera tríó í byrjun og upp í það að vera sextett, og auðvitað allt þar á milli á þeim þremur árum er hún var starfrækt. Baldur Kristjánsson stofnaði sveitina 1961 og í…

Hljómsveit Svavars Gests (1950-65)

Hljómsveit Svavars Gests var ein af vinsælustu danshljómsveitum Íslands á sjötta og sjöunda áratug 20. aldar, sveitin keppti um þá nafnbót einkum við KK sextettinn en Svavar hafði reyndar verið í þeirri sveit nokkru áður. Sveitin var stofnuð 1950 til að spila í Þórskaffi. Hana skipuðu þá Svavar sjálfur er lék á trommur, Árni Ísleifsson…