Hljómsveit Þorvaldar Björnssonar (1970-73 / 1989-2005)

Þorvaldur Björnsson harmonikkuleikari, tónmenntakennari, organisti og kórstjóri starfrækti hljómsveitir á tveimur tímaskeiðum, annars vegar um og upp úr 1970 og hins vegar um og eftir 1990. Fyrri hljómsveit Þorvaldar Björnssonar lék um nokkurra ára skeið í Ingólfcafe og spilaði þar fyrir gömlu dönsunum. Þessi sveit tók til starfa þar vorið 1970 og lék til ársloka…

Hljómsveit Rúts Hannessonar (um 1950-83)

Harmonikkuleikarinn Rútur Kr. Hannesson starfrækti í nokkur skipti hljómsveitir í eigin nafni sem flestar áttu það sammerkt að leika undir gömlu dönsunum, sveitir hans störfuðu langt frá því samfleytt en tímabilið sem hljómsveitir hans störfuðu spannar á fjórða áratug. Hljómsveit Rúts Hannessonar hin fyrsta virðist hafa verið starfrækt á Akureyri laust fyrir 1950 en sú…

Hljómsveit Jónu Einarsdóttur (1991-99)

Harmonikkuleikarinn og hjúkrunarfræðingurinn Jóna Einarsdóttir starfrækti hljómsveit í eigin nafni um nokkurra ára skeið innan Harmonikufélags Reykjavíkur á tíunda áratug síðustu aldar. Sveitin var stofnuð vorið 1991 og var fjögurra manna, sjálf lék Jóna á harmonikku en auk hennar voru í sveitinni gítarleikari, trommuleikari og söngkona sem vantar upplýsingar um – hugsanlega var söngkonan Kristrún…

Hljómsveit Ágústs Guðmundssonar (1969-71)

Hljómsveit Ágústs Guðmundssonar starfaði um nokkurra ára skeið í kringum 1970, líklega á árunum 1969 til 1971 en hún sérhæfði sig í gömlu dönsunum og virðist hafa leikið að mestu í Ingólfscafé, hún lék þó eitthvað á árshátíðum, þorrablótum og þess konar samkomum. Upplýsingar um Hljómsveit Ágústs Guðmundssonar eru fremur takmarkaðar, Ágúst Guðmundsson var harmonikkuleikari…

G.J. tríóið (1961-63)

G.J. tríóið sérhæfði sig í gömlu dönsunum og lék á dansstöðum Reykjavíkurborgar, Ingólfscafé og Silfurtunglinu á árunum 1961-62, einkum yfir vetrartímann. Upplýsingar liggja ekki fyrir um meðlimi tríósins eða hvað G.J. stendur fyrir en söngvarar með sveitinni voru þau Oddrún Kristófersdóttir, Sigurður Ólafsson og Björn Þorgeirsson.

Polkakvartettinn (1968-72)

Polkakvartettinn spilaði á samkomum í Lindarbæ við Lindargötu um árabil en þá staður var einkum kenndur við gömlu dansana. Ekki liggur fyrir hverjir skipuðu Polkakvartettinn eða jafnvel hvort um fleiri en eina sveit var að ræða en kvartettinn starfaði á árunum 1968-72. Björn Þorgeirsson söng stundum með kvartettnum. Allar frekari upplýsingar um Polkakvartettinn má senda…

Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar (1964-80)

Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar harmonikkuleikara sérhæfði sig í gömlu dönsunum um árabil, lengst af í Þórscafé, og var með langlífari sveitum í bransanum. Sveitin var stofnuð 1964 og starfaði sleitulaust til 1975 en eitthvað slitrótt eftir það, hún starfaði þó að minnsta kosti til 1980 en þá var hún líkast til endanlega hætt. Sveitin kom aftur saman…

Hljómsveit Garðars Jóhannessonar (1945-96)

Garðar Jóhannesson harmonikkuleikari starfrækti hljómsveitir um langt árabil, allt frá miðjum fimmta áratugnum þegar hann var um tvítugt og allt fram undir lok aldarinnar – lengst var hann þó með hljómsveit í Ingólfscafé. Rétt er að nefna að sveit Garðars er margsinnis ranglega nefnd Hljómsveit Garðars Jóhannssonar í auglýsingum og fjölmiðlum. Fyrsta hljómsveit sem Garðar…

Hljómsveit Guðmundar Finnbjörnssonar (1958-65)

Hljómsveit Guðmundar Finnbjörnssonar var danshljómsveit af gamla skólanum og lék lengstum gömlu dansana í Þórscafé við mjög góðan orðstír en sveitin var talin ein sú besta í þeim geiranum. Sveitin var að öllum líkindum stofnuð 1958 og var að mestu skipuð sömu meðlimum allan tímann, þeir voru Tage Muller píanóleikari, Ásgeir Sverrisson harmonikkuleikari, Jóhannes G.…