Höfuðlausn [2] (2010)

Hljómsveit úr Borgarfirðinum sem bar það viðeigandi nafn Höfuðlausn, var meðal þátttökusveita í Músíktilraunum vorið 2010 en komst reyndar ekki áfram í úrslit keppninnar. Sveitin, sem lék prógressíft djassrokk var skipuð þeim Heimi Klemenssyni hljómborðsleikara, Þórði Helga Guðjónssyni bassaleikara, Pétri Björnssyni söngvara og fiðluleikara, Jakobi Grétari Sigurðssyni trommuleikara og Jóhanni Snæbirni Traustasyni gítarleikara. Svo virðist…

Samkór Reykdæla (1971)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Samkór Reykdæla en blandaður kór undir því nafni söng á útihátíð sem haldin var um verslunarmannahelgina sumarið 1971. Svo virðist sem þessi kór hafi verið settur saman einvörðungu til að syngja á samkomunni og hugsanlega einnig við messu sem haldin var á sömu hátíð. Hér er óskað eftir upplýsingum um…

Sturlungar [1] (1966-68)

Bítlasveitin Sturlungar var skólahljómsveit við Héraðsskólann í Reykholti í Borgarfirði veturna 1966-67 og 1967-68, og lék þá á dansleikjum og væntanlega öðrum skemmtunum innan skólans. Sturlungar voru stofnaðir haustið 1966 og voru meðlimir hennar fyrra árið þeir Lárus Gunnlaugsson söngvari, Hannes Sigurgeirsson gítarleikari, Stefán M. Böðvarsson gítarleikari, Agnar Eide Hansson bassaleikari og Ingvi Þór Kormáksson…

Spaðafjarkinn (um 1995-2003)

Söngkvartett var starfandi innan karlakórsins Söngbræðra í uppsveitum Borgarfjarðar í kringum aldamótin, undir nafninu Spaðafjarkinn. Spaðafjarkinn söng eitt lag á plötu Söngbræðra – Vorvindar, sem kom út haustið 1999 en þá var kvartettinn sagður hafa verið starfræktur um nokkurra ára skeið. Hann söng nokkuð á tónleikum kórsins um það leyti en einnig á öðrum samkomum…

Skólakór Húsmæðraskólans á Varmalandi (1955-66)

Svo virðist sem skólakór hafi verið starfandi við Húsmæðraskólann að Varmalandi í Borgarfirði um tíma en skólinn starfaði á árunum 1946-86). Vitað er að Bjarni Andrésson kennari stjórnaði skólaskór á Varmalandi árið 1955 en hann hafði þá verið þar við störf um nokkurra ára skeið, jafnframt virðist hafa verið kór starfandi innan veggja skólans árið…

Bræðrakórinn (1915-48)

Söngfélagið Bræður eða Bræðrakórinn starfaði á fjórða áratug á fyrri hluta síðustu aldar við góðan orðstír. Bræðrakórinn mun hafa verið settur á laggirnar í Reykholtsdal í uppsveitum Borgarfjarðar í tilefni af íþróttamóti sem haldið var í sveitinni sumarið 1915. Þórður Kristleifsson og fleiri munu hafa verið hvatamenn að stofnun kórsins en Bjarni Bjarnason á Skáney…

Bjakk (1995)

Hljómsveitin Bjakk kom úr Borgarfirðinum og starfaði að öllum líkindum í skamman tíma. Árið 1995. Meðlimir sveitarinnar voru Halldór Hólm Kristjánsson gítarleikari, Orri Sveinn Jónsson trommuleikari og Bjarni Helgason bassaleikari.

Bikkjubandið (um 1960)

Tríó, hugsanlega harmonikkutríó var starfandi í kringum 1960 og var skipað þremur vinnufélögum af tilraunabúinu að Hesti í Borgarfirðinum. Bikkjubandið lék á dansleikjum í Borgarfirðinum en ekki liggja fyrir upplýsingar um meðlimi þess, utan að Birgir Hartmannsson var einn þeirra.

Bifróvision [tónlistarviðburður] (1960-)

Söngvarakeppnin Bifróvision (Bifróvisjón) á sér langa hefð á Bifröst í Borgarfirði, fyrst við Samvinnuskólann og síðar Háskólann á staðnum. Keppnin mun fyrst hafa verið haldin árið 1960 (ein heimild segir reyndar 1962) en hún hlaut ekki nafn sitt fyrr en um 1980, þegar farið var að kalla hana Bifróvision en um það leyti voru Íslendingar…