Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar (1963-86 / 1993)

Þorsteinn Guðmundsson á Selfossi, iðulega kallaður Steini spil hafði verið í Hljómsveit Óskars Guðmundssonar í um áratug árið 1963 þegar hann ákvað að söðla um og stofna sína eigin sveit. Litlar sem engar upplýsingar er að finna um þessa fyrstu útgáfu sveitarinnar aðrar en að um tríó var að ræða og var Bragi Árnason hugsanlega…

Hljómsveit Braga Árnasonar (1986-93)

Lítið liggur fyrir um Hljómsveit Braga Árnasonar en Bragi þessi var trommuleikari (einn Bjarkarlandsbræðra frá Vestur-Eyjafjallahreppi) og lék með fjölmörgum sunnlenskum hljómsveitum á sínum tíma. Bragi Árnason starfrækti hljómsveit í eigin nafni að minnsta kosti á árunum 1986 til 93 en sú sveit lék á þorrablótum, árshátíðum og annars konar tónlistarsamkomum í Rangárvallasýslu og sjálfsagt…

Caprí kvintett (um 1960)

Afar fáar og litlar heimildir finnast um hljómsveit úr Rangárvalla- eða Árnessýslu, sem gekk undir nafninu Caprí kvintett (Caprý) en þessi sveit mun hafa verið starfandi í kringum 1960, og var nýskyld Safír-sextettnum sem starfaði ekki löngu síðar. Meðlimir Caprí munu hafa verið Pétur Karlsson saxófónleikari, Guðmundur Bjarnason gítarleikari, Bjarni Sigurðsson bassaleikari, Bragi Árnason trommuleikari…

Bjarkarlandsbræður (1953-60)

Bræðurnir Trausti, Bragi og Sigurður Árnasynir frá Bjarkarlandi í V-Eyjafjallahreppi léku á árum áður margsinnis á dansleikjum í sinni heimabyggð og jafnvel víðar. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær en það hefur líklega verið á sjötta og fram á sjöunda áratug síðustu aldar. Þeir Bjarkarlandsbræður eins og þeir voru kallaðir, léku ýmist tveir eða þrír saman…

Bastillan (1970)

Hljómsveitin Bastillan starfaði í nokkra mánuði frá því um sumarið 1970 og fram á haustið sama ár en í raun var um að ræða sömu sveit og borið hafði nafnið Eldar. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Magnús Kjartansson (síðar myndlistamaður) söngvari og gítarleikari, Bragi Árnason trommuleikari, Þorvaldur Örn Árnason bassaleikari og söngvari og Guðmar Ragnarsson cordovoxleikari…

Safír-sextett (1961-65)

Safír-sextettinn var eins og nafnið gefur til kynna sex manna hljómsveit sem skartaði að auki tveim söngvurum, og starfaði um árabil á Suðurlandsundirlendinu. Sveitin var skipuð meðlimum úr Árnes- og Rangárvallasýslum en hún mun hafa verið stofnuð 1961 upp úr Tónabræðrum (og hét reyndar Caroll quintet um tíma). Í upphafi voru í henni m.a. Jóhannes…

Glitbrá (1974-84)

Hljómsveitin Glitbrá starfaði á Suðurlandi á áttunda og níunda áratugnum, líklega nokkuð samfellt á árunum 1974 til 1980 og síðar á árunum 1983 og 84. Sveitin vakti athygli þjóðarinnar þegar hún kom fram í spurningaþættinum Kjördæmin keppa í Ríkissjónvarpinu 1976 og lék lög eftir Gylfa Ægisson, en mest var hún þó á sveitaballamarkaðnum sunnanlands. Ekki…