Harmonikufélagið Nikkólína [félagsskapur] (1981-)

Harmonikufélagið Nikkólína hefur starfað í Dölunum um árabil, allt frá árinu 1981. Nikkólína var stofnuð haustið 1981 en aðal hvatamaður að stofnun félagsins var Kristján Ólafsson tónlistarkennari í Dölunum. Félagið gekk reyndar fyrsta árið undir nafninu Harmonikkufélag Dalamanna en nafni þess var breytt í Harmonikufélagið Nikkólína á fyrsta aðalfundi þess haustið 1982. Kristján var jafnframt…

Þorrakórinn (1962-)

Þorrakórinn er ekki þekktasti kór landsins en hann hefur starfað í áratugi í Dalasýslu. Kórinn, sem er blandaður kór, var stofnaður á þorranum 1962 í því skyni að syngja á þorrablóti í félagsheimilinu Staðarfelli á Fellsströnd. Það mun hafa verið Halldór Þ. Þórðarson sem hafði frumkvæðið að stofnun kórsins og stjórnaði honum í upphafi og…

Karlakórinn Hljómur (1983)

Karlakórinn Hljómur mun hafa verið starfræktur í Dalasýslu árið 1983 og jafnvel lengur. Kórinn söng á safnplötunni Vor í Dölum sem kom út það ár en engar aðrar heimildir er að finna um hann, líklega hefur hann því verið stofnaður eingöngu fyrir þetta tiltekna verkefni. Hljómur átti sex lög á Vor í Dölum, platan hlaut…

Janúarkvartettinn (1983)

Janúarkvartettinn var söngkvartett starfandi í Dalasýslu í byrjun níunda áratugarins. Ekki liggur fyrir hversu lengi hann starfaði en tvö lög með honum komu út á safnplötunni Vor í Dölum, sem gefin var út haustið 1983 og hafði að geyma söng og leik kóra og annars tónlistarfólks úr Dölunum. Meðlimir Janúarkvartettsins voru Jón Hólm Stefánsson, Einar…

Leikbræður (1945-55)

Söngkvartettinn Leikbræður (1945-1955) átti að mestu rætur sínar að rekja til Dalasýslu en þrír fjórðu hans voru Dalamenn, þeir Friðjón Þórðarson (síðar alþingismaður og ráðherra), bræðurnir Torfi Magnússon og Ástvaldur Magnússon (faðir Þorgeirs Ástvaldssonar) en sá fjórði, Gunnar Einarsson var Reykvíkingur. Leikbræður voru í raun stofnaðir 1945 en voru ekki áberandi í upphafi enda sungu…

Röðlar (1965-66)

Hljómsveitin Röðlar starfaði 1965-66 og var skipuð ungum hljóðfæraleikurum, líklega úr Dölunum eða nærsveitum. Sveitin spilaði nokkuð á héraðsmótum á sumrin á vestanverðu landinu og Vestfjörðum. Halldór Fannar Ellertsson (Roof tops, Fjötrar o.fl.) var í þessari sveit en ekki liggja fyrir upplýsingar um hverjir aðrir skipuðu hana.