Sextett Jóns Sigurðssonar (1967-70)

Sextett Jóns Sigurðssonar starfaði um tæplega þriggja ára skeið undir lok sjöunda áratugar síðustu aldar og var þá nokkuð á skjön við vinsælustu hljómsveitir landsins sem flestar léku bítla- og hippatónlist á þeim tíma, sextettinn þjónaði hins vegar eldri markhópi og naut töluverðra vinsælda. Sveitin var húshljómsveit í Þórscafé, hafði þar tekið við af Lúdó…

Varúð (1970)

Hljómsveitin Varúð starfaði í nokkra mánuði árið 1970 og lék nokkuð á dansleikjum, mest líklega þó hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Sveitin var sextett og meðlimir hennar voru Erlingur H. Garðarsson bassaleikari, Hreiðar Sigurjónsson saxófón- og klarinettuleikari, Pétur S. Hallgrímsson trommuleikari, Ásgeir Valdimarsson gítarleikari, Smári Haraldsson orgelleikari og Sigrún Sigmarsdóttir söngkona. Þegar Sigrúnu bauðst að ganga…

Torrek (1971-72)

Hljómsveitin Torrek starfaði í um eitt ár 1971 og 72 og lék nær eingöngu á skemmtistöðum borgarinnar, mest í Silfurtunglinu en varð þó svo fræg að vera meðal hljómsveita sem léku á Saltstokk ´71. Sveitin var stofnuð í janúar 1971 og voru í henni frá upphafi Drífa Kristjánsdóttir söngkona (Nútímabörn o.fl.), Þór Sævaldsson gítarleikari (Plantan…

Nunnurnar (1975-76)

Söngtríóið Nunnurnar starfaði um miðjan áttunda áratug síðustu aldar og kom reglulega fram á skemmtistöðum bæjarins. Nunnurnar þrjár voru Drífa Kristjánsdóttir, Janis Carol og Helga Steinsson en þær voru allar þjóðþekktar söngkonur hér á landi. Til stóð að Svavar Gests gæfi út plötu með þeim söngkonum en úr þeim fyrirætlunum varð aldrei, hins vegar komu…

Nútímabörn (1968-69 / 1974)

Þjóðlagasveitin Nútímabörn var stofnuð snemma vors 1968 og hóf fljótlega að vekja athygli almennings. Upphaflega var sveitin skipuð þeim Ágústi Atlasyni söngvara og gítarleikara, Drífu Kristjánsdóttur söngkonu, Ómari Valdimarssyni ásláttarleikara og söngvara, Snæbirni Kristjánssyni bassaleikara og söngvara og Sverri Ólafssyni gítarleikara og söngvara. Hópurinn var duglegur að koma sér á framfæri og spilaði mikið opinberlega,…

Nútímabörn – Efni á plötum

Nútímabörn – Nútímabörn Útgefandi: SG hljómplötur Útgáfunúmer: SG 023 Ár: 1969 / 1984 1. Vetrarnótt 2. Okkar fyrstu fundir 3. Anna litla 4. Dauði eins er annað brauð 5. Drykkjumaðurinn 6. Kötturinn ódrepandi 7. Konan sem kyndir ofninn minn 8. La la la 9. Vestast í Vesturbænum 10. Landabrugg 11. Hvenær vöknum við? 12. Lifandi er ég…

Ruth Reginalds – Efni á plötum

Róbert í Leikfangalandi – ýmsir Útgefandi: Demant / Skífan Útgáfunúmer: D1 001 / SCD 113 Útgáfuár: 1975 / 1993 1. Dýrakynning 2. Róbert, Róbert bangsi 3. Eigið hitakerfi 4. Heima 5. Bíllinn minn 6. Ef ég væri í skárra skapi 7. Sjá, sjá 8. Leikfangaland 9. Annar tími á öðrum stað 10. Áfram, áfram 11.…