Hugmynd (1992-93)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Hugmynd en lög með sveitinni komu út á þremur safnplötum á árunum 1992 og 93. Ekki er víst að sveitin hafi verið starfandi, hún gæti allt eins hafa starfað í hljóðveri eingöngu. Árið 1992 átti Hugmynd lag á safnplötunni Lagasafn 1: Frumafl, og þar voru þeir…

Spooky boogie (1996-97)

Hljómsveitin Spooky boogie var starfrækt í nokkra mánuði undir lok síðustu aldar en meðlimir sveitarinnar voru allir kunnir fyrir störf sín með ballsveitum sem flestar voru þó á þessum tíma í pásu. Sveitin sendi frá sér eina plötu sem að mestu var skipuð ábreiðulögum af fönk- og diskóættinni. Spooky boogie kom fyrst fram á sjónarsviðið…

Spur [2] (1995-99)

Hljómsveitin Spur var töluvert áberandi á ballmarkaðnum undir lok síðustu aldar en sveitin sendi frá sér tvö lög á safnplötu, þá naut söngkona sveitarinnar töluverðrar athygli þegar hún fór fyrir hönd Íslands í lokakeppni Eurovision en nokkrir síðar þekktir tónlistarmenn skipuðu reyndar þessa sveit auk hennar. Sveitin starfaði hátt í fjögur ár en þó með…

Sóldögg (1994-)

Hljómsveitin Sóldögg var með þekktustu ballhljómsveitum Íslands um aldamót og telst til aldamótahljómsveitanna svonefndu. Sveitin sendi frá sér ógrynni vinsælla laga á sínum tíma, var alveg við toppinn en náði þangað þó aldrei alveg og má e.t.v. um kenna að hún markaði sér aldrei hreina stefnu, var á mörkum þess að vera hreinræktuð sveitaballapoppsveit annars…

Sigtryggur dyravörður (1993-94)

Hljómsveitin Sigtryggur dyravörður starfaði á annað ár undir lok síðustu aldar, spilaði mikið á þeim tíma og sendi frá sér eina plötu sem hlaut ágætar viðtökur. Sveitin var stofnuð snemma árs 1993 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Eiður Alfreðsson bassaleikari, Jón Elfar Hafsteinsson gítarleikari, Sigurður Ingimarsson söngvari og Tómas Jóhannesson trommuleikari. Nafn sveitarinnar…

Burkni (1991-92)

Hljómsveitin Burkni starfaði á höfuðborgarsvæðinu, líklega innan veggja Menntaskólans í Reykjavík, á árunum 1991 og 92, hugsanlega eitthvað lengur. Sveitin lék fremur þungt gamalt rokk í anda Led Zeppelin og slíkra sveita, og sigraði í hljómsveitakeppni sem haldin var á vegum Nillabars í árslok 1991 en hún var þó líklega frægust fyrir að innihalda söngkonu…