Ha [1] (um 1970)

Í kringum 1970, e.t.v. örlítið fyrr var hljómsveit starfrækt á Suðurnesjunum – hugsanlega í Garði undir nafninu Ha. Lítið er vitað um þessa hljómsveit annað en að söngvari hennar hét Ómar Jóhannsson, óskað er eftir upplýsingum um aðra meðlimi og hljóðfæraskipan þessarar sveitar, auk annars sem ætti heima í slíkri umfjöllun.

Söngfélög Framfarar (1912-85)

Hér er fjallað um nokkur söngfélag og kóra sem störfuðu í nafni stúkufélagsins Framfarar í Garði undir nafninu Söngfélög Framfarar en erfitt er að henda reiður nákvæmlega hvað fellur undir hvað í þessum efnum, stundum er jafnvel talað um Söngfélag Gerðahrepps. Stúkan Framför var stofnuð árið 1889 í Garði en fjölmörg slík stúkufélög voru stofnuð…

Sveitó [2] (1996-2000)

Hljómsveit starfaði í Garðinum undir lok síðustu aldar og e.t.v. lengur undir nafninu Sveitó en upplýsingar eru afar takmarkaðar um þessa sveit. Sveitó kemur fyrst fram á sjónarsviðið haustið 1996 af því er virðist og lék með hléum næstu fjögur árin, einkum á Suðurnesjunum. Ekki liggur fyrir hverjir skipuðu þessa sveit en hún lék á…

Skólakór Gerðaskóla [1] (1985-93)

Sönglíf var nokkurt í Gerðaskóla í Garði á sínum tíma og var þar skólakór starfræktur um skeið, að minnsta kosti á árunum 1985 til 93 en líklega þó lengur. Fyrir liggur að söngkennsla var við Gerðaskóla allt frá árinum 1952 en um það leyti kom Auður Tryggvadóttir til starfa sem söngkennari skólans. Auður var mikilvirk…

Gutlarnir (1992-93)

Hljómsveit með því sérkennilega nafni Gutlarnir starfaði á Suðurnesjunum 1992 og 93 að minnsta kosti. Sveitin var stofnuð um miðbik árs 1992 og voru meðlimir hennar úr Garði og Njarðvíkum. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvernig sveitin var skipuð í upphafi en sumarið 1993 voru í henni Rúnar [?] trommuleikari, Bjarni [?] gítarlekari, Siggi [?]…

Grænir vinir (1991-2015)

Hljómsveitin Grænir vinir starfaði í Garðinum og var vinsæl ballsveit á Suðurnesjunum um nokkurt skeið en sveitin lék nokkuð á árshátíðum og þess háttar skemmtunum. Sveitin mun hafa verið stofnuð 1991 en ekki liggur alveg fyrir hverjir skipuðu hana þá utan þess að Birta Rós Arnórsdóttir var söngkona sveitarinnar líklega til ársins 2001 og einnig…

Víkingar [2] (1994)

Söngsveitin Víkingar hefur starfað í Garði um áratuga skeið og skemmt Suðurnesjabúum með söng. Víkingar, sem reyndar er karlakór mun hafa verið stofnaður í árslok 1994 en hugmyndin að stofnun hans má rekja til útilegu sem nokkrir söngmenn úr Garðinum höfðu verið í fyrir norðan fyrr sama ár, þar sem söngur og gleði hafði ríkt.…

Karlakórinn Víkingar [1] (1945-60)

Litlar upplýsingar finnast um Karlakórinn Víkinga sem starfaði um miðja síðustu öld í Garðinum – hugsanlegt er að kórinn hafi borið nafnið Karlakórinn Víkingur. Vitað er að kórinn starfaði 1945 og 1960, og að sr. Eiríkur Brynjólfsson á Útskálum stjórnaði honum um tíma. Annað liggur ekki fyrir um þennan kór.