Fílapenslarnir (1990-)

Fílapenslarnir (einnig nefndir Fílapenslar Siglufjarðar) var hópur fólks á Siglufirði sem skemmti bæjarbúum þar og annars staðar aðallega um tveggja áratuga skeið í kringum síðustu aldamót. Ýmist var um að ræða hljómsveit, sönghóp eða bara hóp skemmtikrafta sem gegndi ámóta hlutverki og Spaugstofan gerði þá sunnan heiða, og kom fram með leik- og söngatriði. Fílapenslarnir…

Newshit (1994-96)

Hljómsveitin Newshit var starfandi á Siglufirði um miðjan tíunda áratug síðustu aldar en sveitin átt lag á safnplötunni Lagasafnið 5 sem út kom 1996. Meðlimir Newshit, sem spilaði grunge rokk, voru Víðir Vernharðsson gítarleikari, Gottskálk Kristjánsson söngvari og gítarleikari, Jón Svanur Sveinsson bassaleikari og Sveinn Hjartarson trommuleikari. Sá síðast taldi hafði tekið við af Helga…

Plunge (1996-98)

Hljómsveitin Plunge frá Siglufirði var nokkuð í fréttum á árinu 1997 þegar sveitinni bauðst að vera á bandarískri safnplötu sem dreift var til kynningar fyrir útvarpsstöðvar og útgefendur. Tildrög þess voru þau að þeir félagar höfðu rekist á auglýsingu í bandarísku gítarblaði þar sem óskað var eftir efni frá tónlistarmönnum, Plunge-liðar sendu þrjú lög og…

Blackmail (1993-95)

Hljómsveitin Blackmail var starfandi á Siglufirði seint á síðustu öld en árið 1995 sendi sveitin frá sér lag á safnplötunni Sándkurl 2. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Gottskálk Kristjánsson söngvari, Ásgrímur Antonsson trommuleikari, Sigþór Ægir Frímannsson gítarleikari og Jón Svanur Sveinsson bassaleikari. Víðir Vernharðsson gítarleikari bættist síðan í hópinn og í upptökunum á Sándkurli var hljómborðsleikarinn…